Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 12:00 Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram. ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram.
ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira