Handbolti

Óli Stef reiður: Þú skýtur eins og þú sért spastískur

Ólafur Stefánsson lætur leikmenn handboltaliðs Vals heyra það í nýrri mynd sem er á leið í sýningu.

Myndin heitir Óli Prik og er eftir Árna Sveinsson. Ásgeir Erlendsson tók púlsinn á Ólafi fyrir Ísland í dag.

„Það varð eðlilegra og eðlilegra að hafa Árna í kringum mann. Svo hætti maður að taka eftir þessu," segir Ólafur en Árni elti Ólaf í heilt ár.

Hann náði myndum af Ólafi þar sem hann lauk gifturíkum ferli í Katar. Skórnir fara svo á hilluna og við tekur þjálfun hjá Val.

„Þetta er hundleiðinleg mynd því hún er bara eins og þetta allt er. Það er galdurinn. Guð er í þessum smáu hlutum. Ef fólk lærir listina að meta það þá fer það að lifa skemmtilegra lífi og fer á svona myndir."

Ólafur segir að þetta sé þroskasaga enda tók líf hans miklum breytingum á þeim tíma sem myndin er tekin.

Árni fékk mikinn aðgang að Ólafi á þessu ári og í myndinni sést Ólafur til að mynda taka leikmenn sína í gegn í hálfleik.

„Finni, þú ert bara hvítur. Svo færðu eitt færi á milli eitt og tvö og þú skýtur eins og spastískur í staðinn fyrir að fara fokkin inn. Ná sér í vinkil og fá þá fokkin víti eða eitthvað," segir Ólafur reiður í hálfleiksræðu sem er birt í myndinni.

„Veljið það sem þið ætlið að gera. Sópa fokkin göturnar, snúa hamborgurum eða eitthvað. Gerið það þá eins og fokkin champar."

Hægt er að sjá eldræðu Ólafs og innslag Ásgeirs í heild sinni hér að ofan. Ræðan hefst eftir rúmlega átta mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×