Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 17:46 Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira