Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 13:39 Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum. Vísir/AFP Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00
Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52