Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2015 14:57 Frá Seyðisfirði. EINAR BRAGI/ANTON „Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
„Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48
Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09
Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09