Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 23-23 | Björgvin bjargaði stigi fyrir Breiðhyltinga Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 5. febrúar 2015 12:55 Björgvin Hólmgeirsson var hetja gestanna. vísir/stefán Akureyri og ÍR skildu jöfn, 23-23, í leik liðanna í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir jafnan en þó sveiflukenndan leik sem var umfram allt mjög skemmtilegur. Leikurinn fór rólega af stað fyrir norðan í kvöld og var það nokkuð áberandi að bæði lið voru að koma úr langri pásu. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru hlaðnar mistökum og það var í raun lítið til að gleðja augað annað en markmenn beggja liða sem voru að verja ágætlega. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn smá sprett og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir komnir fjórum mörkum yfir,16-10 Tomas Olason, markmaður heimamanna, átti sinn hlut í því enda hafði hann varið um 60% af þeim skotum sem hann fékk á sig á fyrstu 30 mínútum leiksins. Seinni hálfleikurinn var öllu líflegri og meira fyrir augað en sá fyrri og sérstaklega þá lokakaflinn sem var æsispennandi. Eins og undir lok fyrri hálfleiksins voru það heimamenn sem voru betri,þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka voru þeir komnir sex mörkum yfir og allt virtist stefna í að þeir væru að fara að klára leikinn en leikmenn ÍR voru á öðru máli. Á meðan heimamenn voru að gera mistök í röðum og láta henda sér útaf skoruðu leikmenn ÍR sex mörk í röð á fimm mínútum og leikurin því jafn þegar korter var eftir. Þetta síðasta korter var heldur betur líflegt og spennandi svo ekki sé meira sagt en liðin skiptust á að vera yfir þangað til að jafntefli varð niðurstaðan sem verður að teljast sanngjörn.Einar Hólmgeirsson: Sturla fékk botnlangakast "Þetta bar þess merki í byrjun að þetta var fyrsti leikur eftir frí," sagði Einar Hólmgeirsson strax eftir leik. "Við spiluðum t.d. aðeins einhverja tvö æfingarleiki í þessu fríi þannig að maður bjóst við smá ryðguðum sóknarleik en samt ekki alveg svona. Ryðið fór svo af mönnum þarna í seinni hálfleik, það var mikið um brottvísanir sem opnaði leikinn. Ég vil ekki tjá mig um dómara beint en það var mikill HM bragur af þessu, heilt yfir þá hallaði ekki á annað liðið og þetta jafnaðist held ég út. Heilt yfir erum við sáttir með stigið en vorum samt klaufar að klára þetta ekki þegar við vorum komnir yfir. Bjöggi er samt búinn að vera meiddur alla pásuna, fór á nokkrar æfingar í þessari viku og hjálpaði okkur mikið í dag. Við vorum aðeins að prófa nýja vörn og Daníel var frábær þar enda var ég nokkuð ánægður með hana en við verðum að laga sóknina." Þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá leit þetta ekkert sérstaklega út fyrir þína menn. "Nei, alls ekki. Mér fannst samt vanta bara eitthvað lítið eins og ég sagði við Bjögga rétt áður en Arnar Bjarki setti hann í slá og inn og það kom okkur í gang aftur." Sturla Ásgeirsson var ekki með ykkur í dag, hver er staðan á honum? "Hann fékk botnlangakast og fór í aðgerð núna á sunnudaginn. Það eru alveg örugglega alveg tvær til þrjár vikur í hann."Hreiðar Levý: Áttum að sigla þessu í land "Ég spilaði síðasta alvöru leik 10. apríl," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson eftir sinn fyrsta leik með Akureyri þrátt fyrir að hann hafi komið til liðsins fyrir núverandi tímabil. "Síðan þá hefur þetta eiginlega verið ströggl með hnéið, fór í aðgerð sem átti ekki að vera mikið mál en endaði svo með sýkingu, næringu í æð og pakki sem ég er enn að eiga við. Sýkingin er ekki enn til staðar en ég er bara að vinna í því að byggja upp löppina. Ég hefði viljað taka nokkra í viðbót í þessum leik, það hefði verið mjög gott Öskubusku dæmi ef ég hefði náð að verja síðasta boltann frá Bjögga. Við vorum að missa boltann trekk í trekk, fá á okkur hraðaupphlaup og þeir fá sjálfstraust. Þetta var einhver sjö eða átta mínútna kafli þar sem þeir voru allt í einu komnir yfir og þá var þetta leikur, erfitt að finna skýringu á því hvað gerðist en það blokkaðist bara eitthvað hjá okkur og svona má ekki gerast. Við áttum að sigla þessu í land þannig að þetta er svekkjandi."Atli Hilmarsson: Súrt að hafa ekki fengið annað stig "Það sem er jákvætt er að við snérum aftur eftir að hafa verið undir," Sagði Atli Hilmarsson eftir leik. "Annars er ég mjög súr. Við erum að fá urmul af hraðaupphlaupum á okkur sem er óvanalegt með okkar lið, erum að láta boltann í hendurnar á þeim ítrekað og þeir refsa grimmilega með hröðum sóknum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur sóknarlega en ég var ánægður með varnarleikinn og markvörslu, Tomas hélt okkur bara inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við áttum alltaf séns á því að vinna þetta og það er súrt að hafa ekki fengið annað stig." Tveir nýliðar léku með Akureyri í dag. Hreiðar Levý og Nicklas Selvig. "Já, þeir eiga eftir að hjálpa okkur klárlega í vetur. Erfiður fyrsti leikur í dag hjá þeim, Nicklas er búinn að vera með okkur á þremur æfingum og ekki hægt að ætlast til þess að hann sé að bera okkar leik uppi, Hreiðar hefur ekki spilað leik síðan í apríl og er að koma aftur eftir erfið meiðsli en þeir tveir eiga eftir að hjálpa okkur heilmikið." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Akureyri og ÍR skildu jöfn, 23-23, í leik liðanna í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir jafnan en þó sveiflukenndan leik sem var umfram allt mjög skemmtilegur. Leikurinn fór rólega af stað fyrir norðan í kvöld og var það nokkuð áberandi að bæði lið voru að koma úr langri pásu. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru hlaðnar mistökum og það var í raun lítið til að gleðja augað annað en markmenn beggja liða sem voru að verja ágætlega. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn smá sprett og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir komnir fjórum mörkum yfir,16-10 Tomas Olason, markmaður heimamanna, átti sinn hlut í því enda hafði hann varið um 60% af þeim skotum sem hann fékk á sig á fyrstu 30 mínútum leiksins. Seinni hálfleikurinn var öllu líflegri og meira fyrir augað en sá fyrri og sérstaklega þá lokakaflinn sem var æsispennandi. Eins og undir lok fyrri hálfleiksins voru það heimamenn sem voru betri,þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka voru þeir komnir sex mörkum yfir og allt virtist stefna í að þeir væru að fara að klára leikinn en leikmenn ÍR voru á öðru máli. Á meðan heimamenn voru að gera mistök í röðum og láta henda sér útaf skoruðu leikmenn ÍR sex mörk í röð á fimm mínútum og leikurin því jafn þegar korter var eftir. Þetta síðasta korter var heldur betur líflegt og spennandi svo ekki sé meira sagt en liðin skiptust á að vera yfir þangað til að jafntefli varð niðurstaðan sem verður að teljast sanngjörn.Einar Hólmgeirsson: Sturla fékk botnlangakast "Þetta bar þess merki í byrjun að þetta var fyrsti leikur eftir frí," sagði Einar Hólmgeirsson strax eftir leik. "Við spiluðum t.d. aðeins einhverja tvö æfingarleiki í þessu fríi þannig að maður bjóst við smá ryðguðum sóknarleik en samt ekki alveg svona. Ryðið fór svo af mönnum þarna í seinni hálfleik, það var mikið um brottvísanir sem opnaði leikinn. Ég vil ekki tjá mig um dómara beint en það var mikill HM bragur af þessu, heilt yfir þá hallaði ekki á annað liðið og þetta jafnaðist held ég út. Heilt yfir erum við sáttir með stigið en vorum samt klaufar að klára þetta ekki þegar við vorum komnir yfir. Bjöggi er samt búinn að vera meiddur alla pásuna, fór á nokkrar æfingar í þessari viku og hjálpaði okkur mikið í dag. Við vorum aðeins að prófa nýja vörn og Daníel var frábær þar enda var ég nokkuð ánægður með hana en við verðum að laga sóknina." Þegar um tuttugu mínútur voru eftir þá leit þetta ekkert sérstaklega út fyrir þína menn. "Nei, alls ekki. Mér fannst samt vanta bara eitthvað lítið eins og ég sagði við Bjögga rétt áður en Arnar Bjarki setti hann í slá og inn og það kom okkur í gang aftur." Sturla Ásgeirsson var ekki með ykkur í dag, hver er staðan á honum? "Hann fékk botnlangakast og fór í aðgerð núna á sunnudaginn. Það eru alveg örugglega alveg tvær til þrjár vikur í hann."Hreiðar Levý: Áttum að sigla þessu í land "Ég spilaði síðasta alvöru leik 10. apríl," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson eftir sinn fyrsta leik með Akureyri þrátt fyrir að hann hafi komið til liðsins fyrir núverandi tímabil. "Síðan þá hefur þetta eiginlega verið ströggl með hnéið, fór í aðgerð sem átti ekki að vera mikið mál en endaði svo með sýkingu, næringu í æð og pakki sem ég er enn að eiga við. Sýkingin er ekki enn til staðar en ég er bara að vinna í því að byggja upp löppina. Ég hefði viljað taka nokkra í viðbót í þessum leik, það hefði verið mjög gott Öskubusku dæmi ef ég hefði náð að verja síðasta boltann frá Bjögga. Við vorum að missa boltann trekk í trekk, fá á okkur hraðaupphlaup og þeir fá sjálfstraust. Þetta var einhver sjö eða átta mínútna kafli þar sem þeir voru allt í einu komnir yfir og þá var þetta leikur, erfitt að finna skýringu á því hvað gerðist en það blokkaðist bara eitthvað hjá okkur og svona má ekki gerast. Við áttum að sigla þessu í land þannig að þetta er svekkjandi."Atli Hilmarsson: Súrt að hafa ekki fengið annað stig "Það sem er jákvætt er að við snérum aftur eftir að hafa verið undir," Sagði Atli Hilmarsson eftir leik. "Annars er ég mjög súr. Við erum að fá urmul af hraðaupphlaupum á okkur sem er óvanalegt með okkar lið, erum að láta boltann í hendurnar á þeim ítrekað og þeir refsa grimmilega með hröðum sóknum. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur sóknarlega en ég var ánægður með varnarleikinn og markvörslu, Tomas hélt okkur bara inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við áttum alltaf séns á því að vinna þetta og það er súrt að hafa ekki fengið annað stig." Tveir nýliðar léku með Akureyri í dag. Hreiðar Levý og Nicklas Selvig. "Já, þeir eiga eftir að hjálpa okkur klárlega í vetur. Erfiður fyrsti leikur í dag hjá þeim, Nicklas er búinn að vera með okkur á þremur æfingum og ekki hægt að ætlast til þess að hann sé að bera okkar leik uppi, Hreiðar hefur ekki spilað leik síðan í apríl og er að koma aftur eftir erfið meiðsli en þeir tveir eiga eftir að hjálpa okkur heilmikið."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti