Handbolti

Þrír Stjörnumenn fengu rautt spjald í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Stjörnumenn duttu ekki bara út úr átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta því þeir misstu líka þrjá menn af velli með rautt spjald.

FH var undir nánast allan leikinn en tryggði sér sæti í undanúrslitunum í Laugardalshöllinni með góðum endaspretti þar sem Stjörnumenn missti hvern manninn á fætur öðrum af velli.

Vilhjálmur Halldórsson og Milos Ivosevic fengu báðir beint rautt spjald fyrir brot en Þórir Ólafsson fékk útilokun eftir þrjár brottvísanir.

Vilhjálmur Halldórsson var fyrstur til að fá rauða spjaldið þegar hann braut á Magnúsi Óla Magnússyni þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan var 17-14 fyrir Stjörnuna.

Þórir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun þegar níu mínútur voru eftir og staðan var 27-24 fyrir Stjörnuna.

Milos Ivosevic fékk síðan beint rautt spjald á 55. mínútu fyrir brot á Benedikt Reyni Kristinssyni.

Stjörnumenn fengu alls níu brottrekstra í leiknum gegn þremur hjá FH-liðinu.

Það er hægt að sjá öll þessi rauðu spjöld í myndbandi inn á vef Ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×