Innlent

Hviðukennd jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/guðbergur davíðsson
Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var við öskju Bárðarbungu á milli klukkan 20.50 til 22.30 í gærkvöld. Stærstu skjálftarnir í þessari hviðu urðu klukkan 21.22, 4,4 stig, og klukkan 21.45, 4,6 stig. Þetta kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands.

Þá hefur él og slæmt skyggni hamlað sýn á gosstöðvum en af og til sást þó til gossins á vefmyndavélum. Bjarminn sást af og til milli þrjú og sex í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×