Handbolti

Víkingar halda áfram að safna liði í 1. deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel í leik með HK á sínum tíma.
Daníel í leik með HK á sínum tíma. mynd/hilmar þór
Handknattleiksmaðurinn Daníel Örn Einarsson er genginn til liðs við Víking sem leikur í 1. deildinni. Daníel kemur frá Akureyri þar sem lék fyrri hluta tímabilsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingi.

Daníel, sem er 26 ára, leikur sem hægri hornamaður en hann spilaði með KR í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 79 mörk í 17 leikjum. Daníel hefur einnig leikið með Stjörnunni og HK á ferlinum.

Víkingar hafa verið að safna liði fyrir átökin á seinni hluta tímabilsins en ekki er langt síðan Sigurður Eggertsson tók skóna af hillunni og hóf að spila með Fossvogsliðinu.

Víkingar eru í 2. sæti 1. deildar, þremur stigum á eftir toppliði Gróttu. Víkingur vann stórsigur, 30-10, á Þrótti í síðasta deildarleik sínum á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Elías hættur hjá Akureyri

Elías Már Halldórsson hefur rift samningi sínum við lið Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta.

Elías Már aftur í Hauka

Elías Már Halldórsson hefur gert eins og hálfs árs samning við Hauka og mun byrja að spila með liðinu þegar keppni hefst á ný í Olís-deild karla eftir HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×