Allt vitlaust á Alþingi í dag vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2015 18:45 Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu. Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu.
Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira