Toronto varð undir Detroit-vagninum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Amir Johnson í baráttunni við Andre Drummond. vísir/getty Detroit Pistons heldur áfram á sömu braut og undanfarnar vikur í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann næst efsta lið austurdeildarinnar, Toronto Raptors, 114-111, á útivelli í nótt. Detroit hefur verið á mikilli siglinu síðan liðið lét Josh Smith fara, en það er nú búið að vinna níu leiki af síðustu tíu og er, eftir skelfilega byrjun í deildnini, aðeins tveimur sigrum frá úrslitakeppninni. Brandon Jennings var frábær í liði Detroit í nótt og skoraði 34 stig auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar, en hann var með 50 prósent skotnýtingu jafnt inn í teignum sem utan hans. Greg Monroe bætti við 22 stigum og 10 fráköstum og inn í teignum var Andre Drummond með tvennu upp á 10 stig og 14 fráköst. Hann átti þó í vandræðum með miðherjann Jonas Valanciunas sem skoraði 31 stig og tók 12 fráköst fyrir heimamenn. Brandon Jennings fer á kostum: Orlando vann óvæntan útisigur á Chicago Bulls, 121-114, en fyrir sigurinn í nótt var Orlando búið að tapa sex leikjum í röð. Miðherjinn Nikola Vucevic fór á kostum og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en hann fór á köflum ansi illa með stóra og sterka stráka Chicago-liðsins. Victor Oladipo skoraði einnig 33 stig. Hjá Chicago var Pau Gasol með 28 stig og 14 fráköst, en Spánverjinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Bulls og verið hreint frábær á leiktíðinni, sérstaklega í undanförnum leikjum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar en Orlando 13. af 15 liðum. Houston Rockets vann útisigur gegn Brooklyn í nótt og styrkti stöðu sína í þriðja sæti vestursins og þá lagði Boston lið New Orleans á heimavelli.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - New Orleans Pelicans 108-100 Brooklyn Nets - Houston Rockets 99-113 Toronto Raptors - Detroit Pistons 111-114 Chicago Bulls - Orlando Magic - 114-121Staðan í deildinni.Marcus Smart með dónalega stoðsendingu: Jae Crowder hirðir boltann með tilþrifum: NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Detroit Pistons heldur áfram á sömu braut og undanfarnar vikur í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann næst efsta lið austurdeildarinnar, Toronto Raptors, 114-111, á útivelli í nótt. Detroit hefur verið á mikilli siglinu síðan liðið lét Josh Smith fara, en það er nú búið að vinna níu leiki af síðustu tíu og er, eftir skelfilega byrjun í deildnini, aðeins tveimur sigrum frá úrslitakeppninni. Brandon Jennings var frábær í liði Detroit í nótt og skoraði 34 stig auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar, en hann var með 50 prósent skotnýtingu jafnt inn í teignum sem utan hans. Greg Monroe bætti við 22 stigum og 10 fráköstum og inn í teignum var Andre Drummond með tvennu upp á 10 stig og 14 fráköst. Hann átti þó í vandræðum með miðherjann Jonas Valanciunas sem skoraði 31 stig og tók 12 fráköst fyrir heimamenn. Brandon Jennings fer á kostum: Orlando vann óvæntan útisigur á Chicago Bulls, 121-114, en fyrir sigurinn í nótt var Orlando búið að tapa sex leikjum í röð. Miðherjinn Nikola Vucevic fór á kostum og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en hann fór á köflum ansi illa með stóra og sterka stráka Chicago-liðsins. Victor Oladipo skoraði einnig 33 stig. Hjá Chicago var Pau Gasol með 28 stig og 14 fráköst, en Spánverjinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Bulls og verið hreint frábær á leiktíðinni, sérstaklega í undanförnum leikjum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar en Orlando 13. af 15 liðum. Houston Rockets vann útisigur gegn Brooklyn í nótt og styrkti stöðu sína í þriðja sæti vestursins og þá lagði Boston lið New Orleans á heimavelli.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - New Orleans Pelicans 108-100 Brooklyn Nets - Houston Rockets 99-113 Toronto Raptors - Detroit Pistons 111-114 Chicago Bulls - Orlando Magic - 114-121Staðan í deildinni.Marcus Smart með dónalega stoðsendingu: Jae Crowder hirðir boltann með tilþrifum:
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira