Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2015 12:37 „Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima,“ sagði þingmaðurinn. Vísir/Vilhelm Ungir sjálfstæðismenn hvetja Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, til að biðja íslenska múslíma afsökunar. Tilefnið eru ummæli sem hann lét falla á Facebook á laugardag þegar hann spurði hvort bakgrunnur íslenskra múslíma hafi verið kannaður. Í samtali við Vísi í gær sagðist hann hafa verið að varpa fram þessari spurningu til að hefja umræðu um málið. Í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, segir að mikilvægt sé að leiðtogar heimsins gefi ekki eftir í baráttunni gegn hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu en reyni jafnframt að sporna við því að minnihlutahópar sæki ofsóknum vegna trúarskoðana sinna.Sjá einnig: „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ „Það er því virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla,“ segir í ályktunninni og að sjálfsögð mannréttindi minnihlutahópa falli ekki niður vegna hryðjuverkaárása ofstækismanna. „Ummæli Ásmundar eru aðeins til þess fallin að stuðla að félagslegri einangrun múslima á Íslandi.“ Þá segja ungliðarnir að flokkurinn hafi verið mikilvægt afl í mannréttindamálum hér á landi og að ummæli í þessum dúr samræmist ekki grunngildum flokksins um einstaklingsfrelsi og borgararéttindi. Alþingi Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn hvetja Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, til að biðja íslenska múslíma afsökunar. Tilefnið eru ummæli sem hann lét falla á Facebook á laugardag þegar hann spurði hvort bakgrunnur íslenskra múslíma hafi verið kannaður. Í samtali við Vísi í gær sagðist hann hafa verið að varpa fram þessari spurningu til að hefja umræðu um málið. Í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, segir að mikilvægt sé að leiðtogar heimsins gefi ekki eftir í baráttunni gegn hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu en reyni jafnframt að sporna við því að minnihlutahópar sæki ofsóknum vegna trúarskoðana sinna.Sjá einnig: „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ „Það er því virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla,“ segir í ályktunninni og að sjálfsögð mannréttindi minnihlutahópa falli ekki niður vegna hryðjuverkaárása ofstækismanna. „Ummæli Ásmundar eru aðeins til þess fallin að stuðla að félagslegri einangrun múslima á Íslandi.“ Þá segja ungliðarnir að flokkurinn hafi verið mikilvægt afl í mannréttindamálum hér á landi og að ummæli í þessum dúr samræmist ekki grunngildum flokksins um einstaklingsfrelsi og borgararéttindi.
Alþingi Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12