„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. janúar 2015 10:14 Orð Ásmundar eru gagnrýnd harðlega. „Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ég nota ekki hugtak eins og „ofsóknir“ nema þegar ég tel raunverulega vera um ofsóknir að ræða. Þú varst í alvörunnni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endilega gerir þér grein fyrir því. Það eru nefninlega ofsóknir þegar minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir njóta.“ Þetta skrifaði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sína í morgun. Vísar hann þar í orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðsflokks, sem telur að kanna þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og hvort þeir hafi farið í einhvers konar þjálfunarbúðir. Ásmundur ræddi málið á Bylgjunni í morgun.Ásmundur sagðist í samtali við Vísi í gær vilja taka umræðuna um þessa hluti, hann telji stærstan hluta múslima hér á landi friðsamt og gott fólk, en að mikilvægt sé að tryggja að allir búi í sátt og samlyndi. Helgi Hrafn segist vera tilbúinn til að taka þessa umræðu. Hann segir að vel megi ræða vopnaeign og viðbragðsáætlanir lögreglu, en að ekki komi til greina í siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að einstaklingar séu til rannsóknar af hálfu yfirvalda fyrir það eitt að aðhyllast ákveðna trú. Helgi lýkur pistlinum á að með þessu skuli umræðunni ljúka, því annars sé hætt við að hún verði að aðgerðum „sem við getum öll fyrirfram gefið okkur að verði síst af öllu til að auka öryggi nokkurs einasta manns,“ skrifar Helgi en pistil hans má sjá í heild hér fyrir neðan.Innlegg frá Helgi Hrafn Gunnarsson.Veraldarvefurinn logar og hafa fjölmargir lagt orð í belg. Þar á meðal er sjálfstæðiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Það er vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson,“ skrifar Áslaug Arna, fyrrverandi formaður Heimdallar, á Facebook þar sem hún vísar í ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. „Fordómar og fáfræði einkenna ummæli hans og passa engan veginn við þær frelsis og frjálslyndishugmyndir sem ég trúi að meirihluti sjálfstæðismanna standi fyrir,“ skrifar Áslaug og segist velta fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki. „Sem hefur gælt við þessar skoðanir áður með mjög ósmekklegum hætti,“ skrifar Áslaug en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.Uppfært klukkan 11:20 Fyrirsögninni á fréttinni hefur verið breytt. Hún var áður „Segir Ásmund ofsækja minnihlutahópa“ en Helgi Hrafn benti réttilega á að um uppástungu hefði verið að ræða af hans hálfu en ekki fullyrðingu. Beðist er velvirðingar á þessu.Post by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Tengdar fréttir Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12