Innlent

Milljón ferðamenn til Íslands 2014

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð (Norrænu) og aðra flugvelli var um 997 þúsund árið 2014. Það eru 190 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2013 og nemur aukningin 23, 6 prósentum. Þetta kemur fram í úttekt Ferðamálastofu

Þá voru farþegar með skemmtiferðaskipum 104.516. Þeir komu til Reykjavíkur með 90 skipum og voru 13,4 prósentum fleiri en á árinu 2013 þegar þeir voru 92 þúsund talsins. Um 96 prósent skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík.

Bretar og Bandaríkjamenn voru í meirihluta ferðamanna um Keflavík og Seyðisfjörð, eða 73,3 prósent. Þá voru Þjóðverjar í Norrænu langfjölmennastir eða 42,5 prósent af heild en þar á eftir komu Færeyingar, 12,2 prósent, og Danir, 11,7 prósent.

Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2014 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 25 prósent sjö mánuði ársins. Hlutfallslega var hún mest í janúar eða 40,1 prósent. Í febrúar nam aukningin 31,2 prósentum, í mars 35,3 prósentum og í nóvember 31 prósenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×