Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 11:30 Gunnar var mikið í sviðsljósi fjölmiðla árið 2014. Vísir/Getty Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Bein útsending: Arnar tilkynnir EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00