Þegar menn voru étnir í Kreml Illugi Jökulsson skrifar 4. janúar 2015 11:00 Pólski hershöfðinginn sem náði Moskvu. Enginn nema Napóleon hefur afrekað það síðan. Hann ber fjaðraskraut riddaranna frá Litháen sem Pólverjar tóku síðan upp. Flækjusögum síðasta árs lauk ég í Litháen þar sem ég var að skoða mig um og furða mig á því að svo lítið land og fámennt skyldi um eitt skeið hafa verið helsta stórveldi Evrópu að landflæmi og fólksfjölda, reyndar lengst af í samkrulli við Pólland. Það var komið fram á 17. öld og sambandsríki Litháa og Pólverja hafði aldrei verið stærra né öflugra og nú víkur að því sem ég skal viðurkenna að ég er alltaf svo veikur fyrir í mannkynssögunni, það er hið sögulega "ef" - hjásagan, sem svo má líka kalla. Það má nefnilega leiða að því líkum að á tímabili í byrjun 17. aldar hefði Pólland-Litháen vel getað náð ráðandi stöðu gagnvart sjálfu Rússlandi, og ef sambandsríkinu hefði nú lukkast það í þó nokkrar aldir samfleytt, þá er hætt við að ýmislegt hefði orðið öðruvísi í henni veröld en raun varð á, og veröldin okkar væri jafnvel býsna ólík því sem við þekkjum.Brugðist við nýja RússlandiÁ 16. öld hafði Rússland farið að eflast verulega, ekki síst undir stjórn Ívans grimma (1547-84). Fram að því hafði Moskvuríkið aðeins verið eitt af mörgum furstadæmum á rússnesku sléttunum og oft undir ægishjálmi Mongóla. En nú voru þeir síðarnefndu farnir að lyppast mjög niður og Moskvumenn fóru að undiroka hvert furstadæmið af öðru og sameina undir sinni ströngu stjórn; þá leið ekki á löngu þar til hið nýja Rússland var komið að landamærum hins svonefnda tvíríkis Litháens og Póllands. Þar brugðust menn við með því að efla samband sitt og 1569 voru ríkin formlega sameinuð í eina heild, þótt sérstaða þjóðanna tveggja væri áfram viðurkennd. Þessi sameining kom Litháum heldur illa. Þeir voru ævinlega að minnsta kosti tíu sinnum færri en Pólverjar og í sameinuðu ríki - þótt sambandsríki væri - þá var óhjákvæmilegt að embættismannastéttin og konungshirðin yrðu fyrr en síðar yfirgnæfandi pólsk. Og það gerðist strax við þessa sameiningu að Sigmundur II, konungur Póllands og jafnframt stórhertogi Litháens, færði nú með einu pennastriki alla Úkraínu undan Litháen og til Póllands. Með því að missa Kænugarð og allar úkraínsku slétturnar misstu Litháar sína stærstu spóna úr aski og hlutu upp frá því að vera litli bróðirinn í sambandsríkinu. Áttu Litháar eftir að sýta það seinna, og gera enn.Keisari Rússlands fellur frá En í bili tókst ágætlega að halda aftur af ásókn Rússa á austurlandamærum sambandsríkisins. Og 1598 gerðust atburðir sem ég sé ekki betur en að hefðu getað breytt gangi veraldarsögunnar allrösklega. Þá dó keisari Rússlands, Fjodor I, sonur Ívans grimma. Fjodor var ekki nema rúmlega fertugur en hafði alltaf verið heilsuveill og var töluvert greindarskertur eins og það heitir nú til dags, kallað fáviti í þá daga, Fjodor sinnti ekki ríkisstjórn en flakkaði um land sitt og hafði gaman af að heyra kirkjuklukkur hringja. Hann skildi ekki eftir sig son svo mágur hans og ráðgjafi tók nú völdin, Borís Godunov. Hann var að mörgu leyti dugandi stjórnandi og reyndi að opna landið fyrir vestrænum áhrifum en festi þó um leið í sessi það vistarband bændafólks sem leiddi til þess að rússneskt bændafólk varð ánauðugir þrælar og ekkert annað. Godunov átti alla tíð öfluga óvini innanlands og kannski hefði hann getað tryggt ætt sína í sessi með því að ganga í bandalag við nágranna sína í vestri - Litháa og Pólverja. Einn helsti valdamaður Litháa um þær mundir, heljarmikill karl að nafni Lev Sapíeha, kom til Kremlarhallar í Moskvu og stakk upp á slíku, en Godunov kaus að hafna boðinu. Þegar hann dó 1605 var fjölskylda hans án bandamanna og kona hans og sonur voru fljótlega myrt af valdamiklum aðalsmönnum.Skíthællinn Dmitrí Í staðinn settist í hásætið í Kreml merkilegur maður sem enginn veit hver var í raun og veru. Hann sagðist vera Dmitrí yngsti sonur Ívans grimma sem hafði dáið rúmum áratug fyrr, annaðhvort af slysförum eða verið drepinn af Godunov. Þessi "falski Dmitrí" kvaðst nú hafa sloppið lifandi frá morðtilræði Godunovs og hafði á nokkrum misserum tekist að afla sér heilmikils fylgis á meðal rússneska aðalsins. Hann átti líka stuðningsmenn í Póllandi-Litháen og hafði gerst kaþólskur til að tryggja stuðning herranna þar. Dmitrí þessi kunni augljóslega margt fyrir sér í konunglegum menntum og siðum, og sat í hásæti Rússlands við ágætan orðstír í tæpt ár. Hann hófst til dæmis handa um að afturkalla vistarband Godunovs. En persónulega var Dmitrí skíthæll, nauðgaði dóttur Godunovs og hafði hana sem innilokaðan kynlífsþræl sinn þangað til hann gekk að eiga 18 ára aðalsmey frá Póllandi-Litháen, Marínu Mniszech, en sú var ekki í meiri metum meðal hinna nýju rússnesku þegna sinna en svo að hún heitir síðan í rússneskum sögnum Marínka norn. En Marína fékk ekki lengi að njóta íburðarins í Kremlarhöll, nú fannst sumum rússnesku háaðalsmönnunum - sem kölluðust bojarar - sem áhrif úr vestri væru orðin fullmikil, og hallarbylting var gerð og hinn dularfulli Dmitrí drepinn en Marína send heim til Póllands-Litháens. Einn af bojurunum settist í hásætið vorið 1606 og kallaði sig Vasilí IV en hann var maður lítilla sæva og þótt hann sæti í orði kveðnu í hásætinu í fjögur ár tóku fáir mark á tign hans.Annar Dmitrí Næstu misserin bitust menn um völdin í Rússlandi og Pólverjar og Litháar fylgdust áhugasamir með, ráðnir í að koma ár sinni fyrir borð í nágrannaríkinu stóra. Og þegar upp dúkkaði nýr maður sem þóttist vera Dmitrí sonur Ívans grimma (og hefði komist lífs af frá valdaráninu í Moskvu) þá gengu öflugir Litháar og Pólverjar þegar til liðs við hann, og Marína Mniszech var send til fundar við þennan nýja Dmitrí og látin bera kennsl á hann sem eiginmann sinn, þótt kunnugum bæri saman um að það eina sem væri líkt með Dmitrí I og Dmitrí II væri að báðir væru manneskjur. Marína lifði svo í vellystingum með Dmitrí II um skeið, en hver hann var í raun og veru er óvíst - prestssonur segja sumir, Gyðingur segja aðrir. Dmitrí II hreiðraði um sig í Tushino skammt frá Moskvu og virtist þess albúinn að hirða borgina, allt að 100.000 manna lið hafði hann til ráðstöfunar þegar mest var. En nú kom til sögunnar Sigmundur III konungur Póllands, og þar af leiðandi einnig stórhertogi Litháens. Og hann fékk nú upp í hendurnar það tækifæri sem ég nefndi í byrjun að hefði kannski getað breytt gangi sögunnar verulega - en klúðraði því.Keisari, konungur og stórhertogi Sigmundur III var sonur sænska kóngsins Jóhanns III og bar því ættarnafnið Vasa, móðir hans var systir Sigmundar II sem fyrr var nefndur. Sigmundur átti 15 ára son og krónprins að nafni Ladislav og nú höfðu sjö valdamiklir rússneskir bojarar samband og vildu fá Ladislav fyrir keisara í stað hins tilþrifalitla Vasilís. Hvers vegna þeir leituðu til óvina sinna í Pólland-Litháen? Jú, sú var nefnilega raunin að sambandsríki Litháa og Pólverja hafði gott orð á sér, þar ríkti furðumikið frjálslyndi bæði í trúmálum sem á öðrum sviðum og harðstjórn var minni en Rússar höfðu vanist. Því leist bojurum vel á að fá Ladislav sem keisara. Þeir vildu að hann játaði hina rússnesku trú, en milli lína lá að trúfrelsi skyldi að öðru leyti í heiðri haft. Sigmundur stóð nú frammi fyrir einstöku tækifæri. Ef hann hefði fallist á boð bojaranna sjö er lítill vafi á því að sameinaður herstyrkur þeirra og Pólverja hefði gert Ladislav traustan í sessi. Og strákur hefði þá að lokum orðið keisari yfir Rússlandi, konungur Póllands og stórhertogi Litháen - allt í senn! Og það hefði verið sjón að sjá það ríki fóta sig í sögunni næstu áratugi og aldir, ekki síst ef menning hirðar og embættiskerfis hefði orðið pólsk, fremur en rússnesk.Sigmundur klúðrar málunum En þetta gerðist ekki. Sigmundur vildi það ekki. Hann vildi sjálfur fá að hlutast til um mál í Rússlandi og koma þar á kaþólsku í einni svipan, sonur hans fengi ekki að setjast þar í hásæti um skeið. Og Sigmundur mætti með her sinn austur, pólskir hermenn yfirgáfu þá hinn falska Dmitrí II sem fljótlega var drepinn af eigin liði, og frækinn pólskur herforingi, Stanislaw Zólkiewski, náði Moskvu sumarið 1610 - sælli minningar eiga Pólverjar varla enn í dag en þegar rússneskir bojarar hlupu á fund hinna pólsku dáta og báðu þá í guðs bænum að vernda sig fyrir stjórnleysi og óreiðu. Og Pólverjar bjuggu um sig í Kreml. En Sigmundi tókst að klúðra þessu öllu saman. Hann sýndi Rússum yfirgang og hroka, heimtaði að þeir tækju kaþólsku og gerðu sig að keisara, en þótt Rússum líkaði vel við Ladislav vildu þeir ekki sjá föður hans. Og með því að höfða til andstöðunnar við innrásarmenn frá Póllandi og Litháen náðu Rússar að hysja upp um sig buxurnar, og 1613 sættust þeir á nýjan keisara, Mikaíl Romanov, og réði sú ætt svo öllu landinu til 1917. Þannig klúðraði pólski kóngurinn tækifærinu til að sameina ríkin og leyfa syni sínum að ráða yfir stærsta ríki heims síðan Rómaveldi var og hét. Hermenn Zólkiewskis yfirgáfu ekki Kreml fyrr en í nóvember 1612 eftir nítján mánaða skelfilegt umsátur. Pólverjarnir höfðu að lokum ekkert að éta, þá gripu þeir það sem hendi var næst. Aldrei hefur ástandið verið jafn ægilegt í Kreml, því eins og einn sagnfræðingur skrifaði: "Fyrst átu Pólverjarnir gras, svo átu þeir hver annan, og að lokum gáfust þeir upp." Það voru þung skref þegar síðustu Pólverjarnir yfirgáfu Kreml, og svo segir það sig næstum sjálft að þótt Rússar hafi heitið þeim griðum, þá voru mestallar leifar þessa dapra pólska setuliðs drepnar á staðnum. Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Flækjusögum síðasta árs lauk ég í Litháen þar sem ég var að skoða mig um og furða mig á því að svo lítið land og fámennt skyldi um eitt skeið hafa verið helsta stórveldi Evrópu að landflæmi og fólksfjölda, reyndar lengst af í samkrulli við Pólland. Það var komið fram á 17. öld og sambandsríki Litháa og Pólverja hafði aldrei verið stærra né öflugra og nú víkur að því sem ég skal viðurkenna að ég er alltaf svo veikur fyrir í mannkynssögunni, það er hið sögulega "ef" - hjásagan, sem svo má líka kalla. Það má nefnilega leiða að því líkum að á tímabili í byrjun 17. aldar hefði Pólland-Litháen vel getað náð ráðandi stöðu gagnvart sjálfu Rússlandi, og ef sambandsríkinu hefði nú lukkast það í þó nokkrar aldir samfleytt, þá er hætt við að ýmislegt hefði orðið öðruvísi í henni veröld en raun varð á, og veröldin okkar væri jafnvel býsna ólík því sem við þekkjum.Brugðist við nýja RússlandiÁ 16. öld hafði Rússland farið að eflast verulega, ekki síst undir stjórn Ívans grimma (1547-84). Fram að því hafði Moskvuríkið aðeins verið eitt af mörgum furstadæmum á rússnesku sléttunum og oft undir ægishjálmi Mongóla. En nú voru þeir síðarnefndu farnir að lyppast mjög niður og Moskvumenn fóru að undiroka hvert furstadæmið af öðru og sameina undir sinni ströngu stjórn; þá leið ekki á löngu þar til hið nýja Rússland var komið að landamærum hins svonefnda tvíríkis Litháens og Póllands. Þar brugðust menn við með því að efla samband sitt og 1569 voru ríkin formlega sameinuð í eina heild, þótt sérstaða þjóðanna tveggja væri áfram viðurkennd. Þessi sameining kom Litháum heldur illa. Þeir voru ævinlega að minnsta kosti tíu sinnum færri en Pólverjar og í sameinuðu ríki - þótt sambandsríki væri - þá var óhjákvæmilegt að embættismannastéttin og konungshirðin yrðu fyrr en síðar yfirgnæfandi pólsk. Og það gerðist strax við þessa sameiningu að Sigmundur II, konungur Póllands og jafnframt stórhertogi Litháens, færði nú með einu pennastriki alla Úkraínu undan Litháen og til Póllands. Með því að missa Kænugarð og allar úkraínsku slétturnar misstu Litháar sína stærstu spóna úr aski og hlutu upp frá því að vera litli bróðirinn í sambandsríkinu. Áttu Litháar eftir að sýta það seinna, og gera enn.Keisari Rússlands fellur frá En í bili tókst ágætlega að halda aftur af ásókn Rússa á austurlandamærum sambandsríkisins. Og 1598 gerðust atburðir sem ég sé ekki betur en að hefðu getað breytt gangi veraldarsögunnar allrösklega. Þá dó keisari Rússlands, Fjodor I, sonur Ívans grimma. Fjodor var ekki nema rúmlega fertugur en hafði alltaf verið heilsuveill og var töluvert greindarskertur eins og það heitir nú til dags, kallað fáviti í þá daga, Fjodor sinnti ekki ríkisstjórn en flakkaði um land sitt og hafði gaman af að heyra kirkjuklukkur hringja. Hann skildi ekki eftir sig son svo mágur hans og ráðgjafi tók nú völdin, Borís Godunov. Hann var að mörgu leyti dugandi stjórnandi og reyndi að opna landið fyrir vestrænum áhrifum en festi þó um leið í sessi það vistarband bændafólks sem leiddi til þess að rússneskt bændafólk varð ánauðugir þrælar og ekkert annað. Godunov átti alla tíð öfluga óvini innanlands og kannski hefði hann getað tryggt ætt sína í sessi með því að ganga í bandalag við nágranna sína í vestri - Litháa og Pólverja. Einn helsti valdamaður Litháa um þær mundir, heljarmikill karl að nafni Lev Sapíeha, kom til Kremlarhallar í Moskvu og stakk upp á slíku, en Godunov kaus að hafna boðinu. Þegar hann dó 1605 var fjölskylda hans án bandamanna og kona hans og sonur voru fljótlega myrt af valdamiklum aðalsmönnum.Skíthællinn Dmitrí Í staðinn settist í hásætið í Kreml merkilegur maður sem enginn veit hver var í raun og veru. Hann sagðist vera Dmitrí yngsti sonur Ívans grimma sem hafði dáið rúmum áratug fyrr, annaðhvort af slysförum eða verið drepinn af Godunov. Þessi "falski Dmitrí" kvaðst nú hafa sloppið lifandi frá morðtilræði Godunovs og hafði á nokkrum misserum tekist að afla sér heilmikils fylgis á meðal rússneska aðalsins. Hann átti líka stuðningsmenn í Póllandi-Litháen og hafði gerst kaþólskur til að tryggja stuðning herranna þar. Dmitrí þessi kunni augljóslega margt fyrir sér í konunglegum menntum og siðum, og sat í hásæti Rússlands við ágætan orðstír í tæpt ár. Hann hófst til dæmis handa um að afturkalla vistarband Godunovs. En persónulega var Dmitrí skíthæll, nauðgaði dóttur Godunovs og hafði hana sem innilokaðan kynlífsþræl sinn þangað til hann gekk að eiga 18 ára aðalsmey frá Póllandi-Litháen, Marínu Mniszech, en sú var ekki í meiri metum meðal hinna nýju rússnesku þegna sinna en svo að hún heitir síðan í rússneskum sögnum Marínka norn. En Marína fékk ekki lengi að njóta íburðarins í Kremlarhöll, nú fannst sumum rússnesku háaðalsmönnunum - sem kölluðust bojarar - sem áhrif úr vestri væru orðin fullmikil, og hallarbylting var gerð og hinn dularfulli Dmitrí drepinn en Marína send heim til Póllands-Litháens. Einn af bojurunum settist í hásætið vorið 1606 og kallaði sig Vasilí IV en hann var maður lítilla sæva og þótt hann sæti í orði kveðnu í hásætinu í fjögur ár tóku fáir mark á tign hans.Annar Dmitrí Næstu misserin bitust menn um völdin í Rússlandi og Pólverjar og Litháar fylgdust áhugasamir með, ráðnir í að koma ár sinni fyrir borð í nágrannaríkinu stóra. Og þegar upp dúkkaði nýr maður sem þóttist vera Dmitrí sonur Ívans grimma (og hefði komist lífs af frá valdaráninu í Moskvu) þá gengu öflugir Litháar og Pólverjar þegar til liðs við hann, og Marína Mniszech var send til fundar við þennan nýja Dmitrí og látin bera kennsl á hann sem eiginmann sinn, þótt kunnugum bæri saman um að það eina sem væri líkt með Dmitrí I og Dmitrí II væri að báðir væru manneskjur. Marína lifði svo í vellystingum með Dmitrí II um skeið, en hver hann var í raun og veru er óvíst - prestssonur segja sumir, Gyðingur segja aðrir. Dmitrí II hreiðraði um sig í Tushino skammt frá Moskvu og virtist þess albúinn að hirða borgina, allt að 100.000 manna lið hafði hann til ráðstöfunar þegar mest var. En nú kom til sögunnar Sigmundur III konungur Póllands, og þar af leiðandi einnig stórhertogi Litháens. Og hann fékk nú upp í hendurnar það tækifæri sem ég nefndi í byrjun að hefði kannski getað breytt gangi sögunnar verulega - en klúðraði því.Keisari, konungur og stórhertogi Sigmundur III var sonur sænska kóngsins Jóhanns III og bar því ættarnafnið Vasa, móðir hans var systir Sigmundar II sem fyrr var nefndur. Sigmundur átti 15 ára son og krónprins að nafni Ladislav og nú höfðu sjö valdamiklir rússneskir bojarar samband og vildu fá Ladislav fyrir keisara í stað hins tilþrifalitla Vasilís. Hvers vegna þeir leituðu til óvina sinna í Pólland-Litháen? Jú, sú var nefnilega raunin að sambandsríki Litháa og Pólverja hafði gott orð á sér, þar ríkti furðumikið frjálslyndi bæði í trúmálum sem á öðrum sviðum og harðstjórn var minni en Rússar höfðu vanist. Því leist bojurum vel á að fá Ladislav sem keisara. Þeir vildu að hann játaði hina rússnesku trú, en milli lína lá að trúfrelsi skyldi að öðru leyti í heiðri haft. Sigmundur stóð nú frammi fyrir einstöku tækifæri. Ef hann hefði fallist á boð bojaranna sjö er lítill vafi á því að sameinaður herstyrkur þeirra og Pólverja hefði gert Ladislav traustan í sessi. Og strákur hefði þá að lokum orðið keisari yfir Rússlandi, konungur Póllands og stórhertogi Litháen - allt í senn! Og það hefði verið sjón að sjá það ríki fóta sig í sögunni næstu áratugi og aldir, ekki síst ef menning hirðar og embættiskerfis hefði orðið pólsk, fremur en rússnesk.Sigmundur klúðrar málunum En þetta gerðist ekki. Sigmundur vildi það ekki. Hann vildi sjálfur fá að hlutast til um mál í Rússlandi og koma þar á kaþólsku í einni svipan, sonur hans fengi ekki að setjast þar í hásæti um skeið. Og Sigmundur mætti með her sinn austur, pólskir hermenn yfirgáfu þá hinn falska Dmitrí II sem fljótlega var drepinn af eigin liði, og frækinn pólskur herforingi, Stanislaw Zólkiewski, náði Moskvu sumarið 1610 - sælli minningar eiga Pólverjar varla enn í dag en þegar rússneskir bojarar hlupu á fund hinna pólsku dáta og báðu þá í guðs bænum að vernda sig fyrir stjórnleysi og óreiðu. Og Pólverjar bjuggu um sig í Kreml. En Sigmundi tókst að klúðra þessu öllu saman. Hann sýndi Rússum yfirgang og hroka, heimtaði að þeir tækju kaþólsku og gerðu sig að keisara, en þótt Rússum líkaði vel við Ladislav vildu þeir ekki sjá föður hans. Og með því að höfða til andstöðunnar við innrásarmenn frá Póllandi og Litháen náðu Rússar að hysja upp um sig buxurnar, og 1613 sættust þeir á nýjan keisara, Mikaíl Romanov, og réði sú ætt svo öllu landinu til 1917. Þannig klúðraði pólski kóngurinn tækifærinu til að sameina ríkin og leyfa syni sínum að ráða yfir stærsta ríki heims síðan Rómaveldi var og hét. Hermenn Zólkiewskis yfirgáfu ekki Kreml fyrr en í nóvember 1612 eftir nítján mánaða skelfilegt umsátur. Pólverjarnir höfðu að lokum ekkert að éta, þá gripu þeir það sem hendi var næst. Aldrei hefur ástandið verið jafn ægilegt í Kreml, því eins og einn sagnfræðingur skrifaði: "Fyrst átu Pólverjarnir gras, svo átu þeir hver annan, og að lokum gáfust þeir upp." Það voru þung skref þegar síðustu Pólverjarnir yfirgáfu Kreml, og svo segir það sig næstum sjálft að þótt Rússar hafi heitið þeim griðum, þá voru mestallar leifar þessa dapra pólska setuliðs drepnar á staðnum.
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira