Hættumat almannavarna skóp hættu á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 14:39 Frá Breiðdalsvík. Vísir/Valli. Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“ Bárðarbunga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“
Bárðarbunga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira