Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2015 21:46 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir málið mögulega vera tímabundin vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg. „Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“ Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
„Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“
Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent