Finnur um Jón Arnór: Algjörlega laus við alla stæla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2015 06:00 Jón Arnór Stefánsson fagnar sætinu á EM með Loga Gunnarssyni. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins 2014 af Samtökum íþróttafréttamanna. Fréttablaðið fékk þrjá KR-þjálfara sem þekkja kappann vel til þess að segja sína skoðun á þessum frábæra leikmanni. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er aðstoðarþjálfari landsliðsins og vann með Jóni Arnóri að því að koma Íslandi á Evrópumótið 2015. „Það er hægt að telja upp ótal kosti sem Jón Arnór hefur enda frábær íþróttamaður og sönn fyrirmynd sem hefur rutt brautina fyrir körfuboltann á Íslandi og gefið ungum leikmönnum von og trú á að komast áfram í íþróttinni," segir Finnur. „Þó svo að margir hans kostir séu vel sjáanlegir á vellinum þá er tvennt sem maður hefur tekið eftir í gegnum tíðina. Annars vegar þessi rólega ára sem honum fylgir og hins vegar aðlögunarhæfni hans. Þrátt fyrir að vera skærasta stjarnan þá mætir hann alltaf inn á gólfið sem einfaldlega einn af strákunum, algjörlega laus við alla stæla. Hann er trúr sínu og heldur fast í ræturnar hérna heima," segir Finnur. „Jón Arnór hefur sýnt það í gegnum ferilinn að hann getur aðlagast vel þeim aðstæðum sem hann er í hverju sinni og því náð að festa sig í sessi í mörgum bestu deildum heimsins. Því miður virðist það vera fast í okkur að hampa alltaf þeim sem skora mest en íþróttalið snúast ekki bara um að skora heldur eru aðrir þættir nauðsynlegir fyrir lið til að ná árangri," segir Finnur. „Þetta veit Jón og í stað þess að reyna að baða sig alltaf í sviðsljósinu hefur hann tekið sín hlutverk og skilað þeim af sér í heimsklassa. Hvort sem það er varnarleikur eða annað þá hefur Jón sýnt það að hann á heima meðal þeirra bestu," segir Finnur að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins 2014 af Samtökum íþróttafréttamanna. Fréttablaðið fékk þrjá KR-þjálfara sem þekkja kappann vel til þess að segja sína skoðun á þessum frábæra leikmanni. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er aðstoðarþjálfari landsliðsins og vann með Jóni Arnóri að því að koma Íslandi á Evrópumótið 2015. „Það er hægt að telja upp ótal kosti sem Jón Arnór hefur enda frábær íþróttamaður og sönn fyrirmynd sem hefur rutt brautina fyrir körfuboltann á Íslandi og gefið ungum leikmönnum von og trú á að komast áfram í íþróttinni," segir Finnur. „Þó svo að margir hans kostir séu vel sjáanlegir á vellinum þá er tvennt sem maður hefur tekið eftir í gegnum tíðina. Annars vegar þessi rólega ára sem honum fylgir og hins vegar aðlögunarhæfni hans. Þrátt fyrir að vera skærasta stjarnan þá mætir hann alltaf inn á gólfið sem einfaldlega einn af strákunum, algjörlega laus við alla stæla. Hann er trúr sínu og heldur fast í ræturnar hérna heima," segir Finnur. „Jón Arnór hefur sýnt það í gegnum ferilinn að hann getur aðlagast vel þeim aðstæðum sem hann er í hverju sinni og því náð að festa sig í sessi í mörgum bestu deildum heimsins. Því miður virðist það vera fast í okkur að hampa alltaf þeim sem skora mest en íþróttalið snúast ekki bara um að skora heldur eru aðrir þættir nauðsynlegir fyrir lið til að ná árangri," segir Finnur. „Þetta veit Jón og í stað þess að reyna að baða sig alltaf í sviðsljósinu hefur hann tekið sín hlutverk og skilað þeim af sér í heimsklassa. Hvort sem það er varnarleikur eða annað þá hefur Jón sýnt það að hann á heima meðal þeirra bestu," segir Finnur að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira