Nauðungarflutningar ríkisstarfsmanna … af því bara Árni Stefán Jónsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun