Engar nýjar kjarabætur fyrir aldraða Björgvin Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun