Hannes æfir með KR og bíður eftir fréttum frá Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 06:30 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu gegn Hollandi. Vísir/Vilhelm „Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
„Ég sit bara og bíð,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, við Fréttablaðið um stöðu sína. Hannes lauk sínu fyrsta ári í atvinnumennsku fyrr í vetur þegar hann féll með norska liðinu Sandnes Ulf úr úrvalsdeildinni þar í landi á ævintýralegan hátt. Hannes átti mjög gott tímabil þrátt fyrir fall liðsins, en hann fékk gríðarlega góða dóma allt árið og sagði í umsögn Verdens Gang um hann undir lok tímabils að liðið væri fyrir löngu fallið hefði hans ekki notið við. Hannes fékk á sig 53 mörk í 30 leikjum með Sandnes og hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM 2014 þar sem strákarnir eru í góðum málum. „Það er einhver áhugi hér og þar en liðin eru ekkert að drífa sig í að koma með tilboð. Ég er bara að bíða og sjá hvað gerist. En þangað til get ég ekkert annað gert en undirbúið mig fyrir æfingu hjá Sandnes 5. janúar,“ segir Hannes. Hann vill helst ekki spila með Sandnes í B-deildinni en neyðist til þess berist ekki tilboð í hann. „Ef ekkert annað gerist þá er ég náttúrlega samningsbundinn Sandnes og þá er ekkert annað í stöðunni en að spila þar áfram. En ég er búinn að segja mönnum þar sem og öllum að ég vilji spila í betri deild, með fullri virðingu fyrir Sandnes. Ég er líka alveg vongóður um að það gerist. Mér finnst líklegra en ekki að ég fái tilboð,“ segir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn er hér heima á Íslandi þessa dagana og heldur sér í formi. „Ég er að æfa með KR og fara í ræktina,“ segir Hannes sem er að safna orku fyrir átök næsta árs þar sem hann verður í eldlínunni í atvinnumennskunni og með íslenska landsliðinu á því sem verður vonandi sögulegt ár. „Ég hef það bara huggulegt hérna heima í góða veðrinu,“ segir hann og hlær við. „Ég var að koma heim með fjölskylduna úr Smáralindinni. Við börðumst í gegnum storminn. Maður er bara aðeins að taka fótinn af bensíngjöfinni til að geta komið inn í nýtt ár af krafti,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira