Hvar eru karlarnir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með?
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar