Innlent

Sagt er að frekar gjósi í hlýju veðri

Sveinn Arnarsson skrifar
Mengun er enn mikil frá Holuhrauni þar sem hraunið streymir fram með sama hætti og verið hefur síðustu vikur.
Mengun er enn mikil frá Holuhrauni þar sem hraunið streymir fram með sama hætti og verið hefur síðustu vikur. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson
Veðurblíða hefur ríkt á landinu í haust og er nóvembermánuður einn sá hlýjasti í manna minnum. Til að mynda hefur hitastig í nóvember verið fjórum gráðum hærra en í meðalári.

Til marks um blíðuna er að á Akureyri hefur verið nær snjólaust allan nóvembermánuð og frostdagar sárafáir.

Ekki er vitað með vissu hvað veldur þessum hlýindum. Margir hafa viljað bendla eldsumbrotin í Holuhrauni við þá veðurblíðu sem nú ríkir. Þótt ekki sé hægt að staðfesta slíkt með nútímavísindum eru til gamlar sagnir sem tengja eldgos og veðursæld. Þetta segir Símon Jón Jóhannsson, þjóðháttafræðingur.

„Það eru til gamlar sagnir sem segja frá því að líklegra sé að gjósi á Íslandi í góðri tíð. Því hefur verið haldið fram að þegar tíðin er góð þá sé líklegra að fari að gjósa. Hins vegar er ekkert hægt að segja til um hvað komi á undan, góða veðrið eða eldgosið,“ segir Símon Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×