Myndform og Netflix í viðræðum Haraldur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum Universal. Vísir/AFP Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar. Netflix Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar.
Netflix Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent