
Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar
Á Íslandi eru kjörbúðarpokar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Líklega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plastnotkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plastburðarpoka.
Plastburðarpokar eru lítill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildarnotkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjötafurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðarpoka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymsluþol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosningaloforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma.
Heilbrigð skynsemi
Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er 3% af hráolíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðvum. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar.
Tré binda gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverfisvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri mengun. Fyrir löngu síðan framleiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skotlandi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryllir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vörubílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítissóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar?
Endurvinnsla plasts er einfaldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslustöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsanlega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfærum til blöndunar í heimilissorpið?
Verðugt verkefni umhverfissinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurumbúðum úr pappa fyrir umhverfisvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka.
Skoðun

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar