Þegar vonin hverfur Bolli Héðinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Það er mikil einföldun að halda að verkfall lækna sé aðeins afmörkuð kjaradeila hóps sem vill sækja kjarabætur. Kjaradeila lækna er aðeins toppur ísjakans, birtingarmynd þess sem koma skal í hinu hægfara hnignandi hagkerfi Íslendinga. Hagkerfi sem líður fyrir forystuleysi og skort á framtíðarsýn fyrir samfélag sem þarf að keppast um að halda í hvern einasta einstakling, ekki aðeins lækna. Landflótti menntaðs vinnuafls er staðreynd svo eðlilegast er að horfa til þess hverju menntafólkið og aðrir sem kjósa að flytja til útlanda eru að sækjast eftir. Laun hljóta að vega þar þungt en afkoman ræðst af svo miklu fleira en greiddum launum. Þar skipta önnur lífsgæði ekki síður máli s.s. frítími en ekki síst stöðugleiki, það að vita að hverju maður gengur í rekstri heimila og fyrirtækja.Breytt nálgun Stjórnlagaráð og endurskoðun stjórnarskrárinnar, loforð um innköllun fiskveiðikvóta og útleigu þeirra gegn sanngjörnu gjaldi, ESB-umsókn til að fá að vita hvort þar væri eftir einhverju að slægjast (leið sem nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa farið), hugmyndir um að gera hlutina einfaldlega öðru vísi en gert var fyrir hrun, allt var þetta til þess fallið að skapa vonir um breytta tíma, breytta nálgun í samfélaginu þar sem þjóðin sjálf fengi einhverju ráðið, milliliðalaust, en væri ekki eilífur leiksoppur helmingaskiptaflokkanna sem fengju óáreittir að ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hvernig til tókst er orðið hluti af sögunni, hvernig sem okkur þykir að hafi verið að verki staðið. Allar vonir af þessu tagi hurfu endanlega á vordögum 2013 og það frumlegasta sem nýjum stjórnvöldum datt í hug voru ný helmingaskipti og reyna að vinda ofan af sem flestu sem reynt hafði verið að gera kjörtímabilið á undan. Reyna einfaldlega að færa klukkuna aftur til þess tíma er þeir réðu lögum og lofum á árunum fyrir hrun. Um leið tóku þeir í burtu vonina um breytta tíma. Þetta er almenningi nú orðið ljóst og þá fer fólk að hugsa sér til hreyfings í meira mæli en áður. Læknarnir eru einfaldlega þeir fyrstu sem fara.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar