Við viljum ekki einkasjúkrahús! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í samræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstrarfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahúsið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækkar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með tilliti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífskjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heiminum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að sækja vinnu út fyrir landsteinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sérgreinanámi loknu. Meðalaldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heilbrigðisstofnunum hefur aukist, tækjabúnaður hins opinbera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátttaka í rannsóknum til eflingar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðarráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sérgreinalækna með hættu á ofnotkun á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðismála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áformum um risastóra einkarekna læknamiðstöð með aðgengi fyrir sjúkrabíla. Íslendingar vilja að heilbrigðisþjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opinbera. Við viljum ekki einkasjúkrahús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið!
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun