Fátt annað að gera en halda sig heima Svavar Hávarðsson skrifar 29. október 2014 07:00 Sól í eiturbaði er nafn þessarar myndar sem tekin var í Hornafirði á sunnudag. mynd/sverrir aðalsteinsson „Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni. Bárðarbunga Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Hljóðið í fólki er ótrúlega gott. Það kemur mér eiginlega mest á óvart hvað þessi mengun virðist hafa lítil áhrif á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það finna allir fyrir þessu, en menn eru vel upplýstir og taka þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, um áhrifin af gríðarlegri mengun sem barst til Hafnar í Hornafirði um og eftir helgina. Elín Freyja ákvað á sunnudaginn að hringja í alla sína skjólstæðinga sem glíma við sjúkdóma sem gerir þá viðkvæmari en aðra fyrir brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. „Fólk upplifir þetta bara sem ónæði, eins og vegna óveðurs. Fólk upplifir þetta svipað og það sé stórhríð úti og fátt annað að gera en að halda sig heima,“ segir Elín Freyja sem segir þetta eiga jafnt við um fullorðna sem börn – sem taka því vel þegar þau fá fyrirmæli tengd gosmenguninni. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mældist meiri mengun en áður á byggðu bóli eftir að eldgosið hófst í lok ágúst. Sló mælum upp í 21.000 míkrógrömm á rúmmetra sem er langt yfir hættumörkum.Björn Ingi JónssonBjörn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að allir séu þess meðvitandi að mengunarskýið muni hellast yfir bæinn að nýju, en loftgæði í bænum voru góð í gær eftir að mengunarskýið hafði lúrt yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Mikil mengun var einnig í tvo daga í liðinni viku. Spurður hvort bæjaryfirvöld hafi sest niður og rætt framhaldið – hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar, segir Björn Ingi að fátt sé hægt að gera til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert. „Þó að komi svona gusa aftur þá eru allar stofnanir og forráðamenn þeirra meðvitaðir um hvað við getum gert. Mælingar hafa verið bættar. Síritandi loftgæðamælir hefur verið settur upp. Þá er lögreglan með handmæli sem hún nýtir ef eitthvað er að gerast,“ segir Björn Ingi, sem segir að stefnt sé á að halda íbúafund, og fá til fundarins jarðvísindamenn og fulltrúa frá Almannavörnum. „En við ráðum lítið við móður náttúru, og menn taka því einfaldlega sem að höndum ber,“ segir Björn, sem hefur ekki heyrt Hornfirðinga lýsa yfir sérstökum áhyggjum af mengun frá Holuhrauni.
Bárðarbunga Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira