Stórskrýtinn listamaður sem er svo lánsamur að geta lifað á því Ólöf Skaftadóttir. skrifar 19. október 2014 12:00 Lawrence Weiner Fréttablaðið/GVA Lawrence Weiner er eitt af lykilnöfnum konseptlistar í heiminum. Hann fæddist árið 1942 í Bronx-hverfi New York-borgar, en hann býr og starfar jöfnum höndum á Manhattan og í Amsterdam. Hann er í hópi þekktustu nútímamyndlistarmanna Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann vera stórskrýtinn listamaður sem er svo lánsamur að geta lifað á því. Myndlist Lawrence er af mörgum talin stórmerkileg og sum verk hans seljast á mörg hundruð þúsund dollara. Hann gerir líka minni verk, teikningar á pappír, smámyndir á dagbókarblöð og ýmislegt fleira. Einstök verk hans eru svoköllluð upplagsverk, sem gerð eru í mörgum eintökum. En Weiner er þekktastur fyrir stórar textainnsetningar, sem hann sjálfur kallar skúlptúra, og finna má á veggjum innan og utandyra á opinberum bygginum í Hong Kong, víða í arabaheiminum og á einkaheimilum, meðal annars í Reykjavík. Verk Weiners eru auðkennanleg, og oft einföld, eins og textainnsetning þar sem stendur: „MANY COLOURED OBJECTS PLACED SIDE BY SIDE TO FORM A ROW OF MANY COLOURED OBJECTS.“ Verkið gefur enga hugmynd um raunverulegan lit, stærð, fjölda eða eðli þessara hluta, en til þess er leikurinn gerður. Meðal annarra verka eru: TWO MINUTES OF SPRAY PAINT DIRECTLY UPON THE FLOOR FROM A STANDARD AEROSOL SPRAY CAN (1968) og A CLOTH OF COTTON WRAPPED AROUND A HORSESHOE OF IRON TOSSED ON THE CREST OF A WAVE (2008).Auðkennanleg verkVísir/GVAEins og aðrir konseptlistamenn af sömu kynslóð, rannsakaði Weiner leiðir til þess að setja list sína fram á hátt sem ögraði ríkjandi gildum í listum. Eina verkið á sýningu sem hann hélt árið 1968 var bókin Statements; og þar sem verkið voru bara orð, þótti honum engin ástæða til að hafa sýninguna áþreifanlega. Sýningin þótti stórfurðuleg. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þó að Weiner þyki ekki eins ögrandi á seinni árum verður seint hægt að segja að hann sé hefðbundinn. Sjálfur segist listamðurinn ekkert skilja í því að vera kallaður frumkvöðull á sviði konseptlistar. „Af hverju er verið að setja einhverja stimpla á mig?“ Lawrence Weiner hefur haldið stórar einkasýningar í virtum galleríum og söfnum um allan heim. Mörg virtustu söfn í heiminum eiga verk eftir hann, meðal annars Hirshhorn í Washington D.C. , Institute of Contemporary Arts, London, Dia Center for the Arts, New York , Musée d’Art Contemporain, Bordeaux, San Francisco Museum of Modern Art, Walker Art Center, Minneapolis, Philadelphia Museum of Art, Museum Ludwig, Köln, Deutsche Guggenheim í Berlín, Museo Tamayo Arte Contemporáneo í Mexico City og Tate Gallery í London. Árið 2007, skipulagði Whitney Museum of American Art fyrstu stóru yfirlitssýningu á verkum Weiners í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa gefið út fjölda bóka, hefur hann framleitt kvikmyndir og annað myndefni, til að mynda Beached (1970), Do You Believe in Water? (1976) og Plowman’s Lunch (1982). Lawrence Weiner hefur um árabil haft mikil tengsl við Ísland. Weiner hefur eytt miklum tíma hér á landi og meðal annars gert Ísland að viðfangsefni í verkum sínum. Verk hans hafa verið sýnd í Safni, sem hjónin Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason eiga. Hann hefur líka sýnt nokkrum sinnum í galleríi i8, sem er í nánum tengslum við listamanninn og hefur selt verk hans á alþjóðlegum listamessum. Nú stendur yfir sýning á verkum hans í galleríi i8 við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 29. nóvember Fyrir sýninguna lét Weiner meðal annars útbúa fimmtíu fiskikör. Hann kemur til með að sýna tíu þeirra á sýningunni í i8, en hinum verður dreift út til útgerða til notkunar. Vísir/GVALawrence Weiner um... Skúlptúra „Ég hef aldrei skilið af hverju ég geri alltaf allt brjálað þegar ég geri skúlptúr innan forms sem er tungumálið.“Stimpla „Ég skil ekkert í þessum konseptlistamannastimpli sem ég er með. Ég er ekki hrifinn af honum. Ég held að fólkið sem bjó til þann stimpil hafi viljað að þeirra verk væru á einhvern hátt aðgreind frá annarra verkum.“„List er fyrir ríkt fólk og konur“ „Ég kom ekki af þannig heimili að ég hefði hugmynd um hvað nútímamyndlist væri. Það var enginn með eða á móti, við bara höfðum ekkert með hana að gera. Ég man samt að einu sinni sagði mamma mín við mig þegar ég var sextán ára og á leið í skóla og sagði við hana að ég væri að hugsa um að verða listamaður, en ekki prófessor í heimspeki, eins og þau höfðu öll gert ráð fyrir. Mamma horfði á mig og sagði: „Lawrence, það mun særa þig hjartasári.“ Og ég spurði: „Af hverju?“ Og hún svaraði: „List er fyrir ríkt fólk og konur.“ Hádegismat„Ég fer aldrei út í hádegismat. Ég er ekki hrifinn af hádegismat. Ég skil hann ekki. Hann virðist brjóta upp daginn, og hlutirnir sem ég er að gera virðast alltaf taka einhverjar vikur og ef þú ert byrjaður að vinna að einhverju þá viltu halda því áfram. Þannig að ég vinn og vinn og svo fer eitthvað fólk alltaf út í hádegismat og að gera einhverja hluti. Og ég er bara að vinna. Þetta er ekki mjög spennandi.“Menntun„Það er ekkert kjánalegra en mastersgráða í listum. Hvað þýðir það eiginlega? Ég er hrifin af skólum, og að fólk fari í skóla, en hlutverk akademíunnar er að finna svör. Ef þeir finna ekki svör finna þeir lausnir. Inntakið í listum er að spyrja spurninga.“ Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Lawrence Weiner er eitt af lykilnöfnum konseptlistar í heiminum. Hann fæddist árið 1942 í Bronx-hverfi New York-borgar, en hann býr og starfar jöfnum höndum á Manhattan og í Amsterdam. Hann er í hópi þekktustu nútímamyndlistarmanna Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann vera stórskrýtinn listamaður sem er svo lánsamur að geta lifað á því. Myndlist Lawrence er af mörgum talin stórmerkileg og sum verk hans seljast á mörg hundruð þúsund dollara. Hann gerir líka minni verk, teikningar á pappír, smámyndir á dagbókarblöð og ýmislegt fleira. Einstök verk hans eru svoköllluð upplagsverk, sem gerð eru í mörgum eintökum. En Weiner er þekktastur fyrir stórar textainnsetningar, sem hann sjálfur kallar skúlptúra, og finna má á veggjum innan og utandyra á opinberum bygginum í Hong Kong, víða í arabaheiminum og á einkaheimilum, meðal annars í Reykjavík. Verk Weiners eru auðkennanleg, og oft einföld, eins og textainnsetning þar sem stendur: „MANY COLOURED OBJECTS PLACED SIDE BY SIDE TO FORM A ROW OF MANY COLOURED OBJECTS.“ Verkið gefur enga hugmynd um raunverulegan lit, stærð, fjölda eða eðli þessara hluta, en til þess er leikurinn gerður. Meðal annarra verka eru: TWO MINUTES OF SPRAY PAINT DIRECTLY UPON THE FLOOR FROM A STANDARD AEROSOL SPRAY CAN (1968) og A CLOTH OF COTTON WRAPPED AROUND A HORSESHOE OF IRON TOSSED ON THE CREST OF A WAVE (2008).Auðkennanleg verkVísir/GVAEins og aðrir konseptlistamenn af sömu kynslóð, rannsakaði Weiner leiðir til þess að setja list sína fram á hátt sem ögraði ríkjandi gildum í listum. Eina verkið á sýningu sem hann hélt árið 1968 var bókin Statements; og þar sem verkið voru bara orð, þótti honum engin ástæða til að hafa sýninguna áþreifanlega. Sýningin þótti stórfurðuleg. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þó að Weiner þyki ekki eins ögrandi á seinni árum verður seint hægt að segja að hann sé hefðbundinn. Sjálfur segist listamðurinn ekkert skilja í því að vera kallaður frumkvöðull á sviði konseptlistar. „Af hverju er verið að setja einhverja stimpla á mig?“ Lawrence Weiner hefur haldið stórar einkasýningar í virtum galleríum og söfnum um allan heim. Mörg virtustu söfn í heiminum eiga verk eftir hann, meðal annars Hirshhorn í Washington D.C. , Institute of Contemporary Arts, London, Dia Center for the Arts, New York , Musée d’Art Contemporain, Bordeaux, San Francisco Museum of Modern Art, Walker Art Center, Minneapolis, Philadelphia Museum of Art, Museum Ludwig, Köln, Deutsche Guggenheim í Berlín, Museo Tamayo Arte Contemporáneo í Mexico City og Tate Gallery í London. Árið 2007, skipulagði Whitney Museum of American Art fyrstu stóru yfirlitssýningu á verkum Weiners í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa gefið út fjölda bóka, hefur hann framleitt kvikmyndir og annað myndefni, til að mynda Beached (1970), Do You Believe in Water? (1976) og Plowman’s Lunch (1982). Lawrence Weiner hefur um árabil haft mikil tengsl við Ísland. Weiner hefur eytt miklum tíma hér á landi og meðal annars gert Ísland að viðfangsefni í verkum sínum. Verk hans hafa verið sýnd í Safni, sem hjónin Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason eiga. Hann hefur líka sýnt nokkrum sinnum í galleríi i8, sem er í nánum tengslum við listamanninn og hefur selt verk hans á alþjóðlegum listamessum. Nú stendur yfir sýning á verkum hans í galleríi i8 við Tryggvagötu. Sýningin stendur til 29. nóvember Fyrir sýninguna lét Weiner meðal annars útbúa fimmtíu fiskikör. Hann kemur til með að sýna tíu þeirra á sýningunni í i8, en hinum verður dreift út til útgerða til notkunar. Vísir/GVALawrence Weiner um... Skúlptúra „Ég hef aldrei skilið af hverju ég geri alltaf allt brjálað þegar ég geri skúlptúr innan forms sem er tungumálið.“Stimpla „Ég skil ekkert í þessum konseptlistamannastimpli sem ég er með. Ég er ekki hrifinn af honum. Ég held að fólkið sem bjó til þann stimpil hafi viljað að þeirra verk væru á einhvern hátt aðgreind frá annarra verkum.“„List er fyrir ríkt fólk og konur“ „Ég kom ekki af þannig heimili að ég hefði hugmynd um hvað nútímamyndlist væri. Það var enginn með eða á móti, við bara höfðum ekkert með hana að gera. Ég man samt að einu sinni sagði mamma mín við mig þegar ég var sextán ára og á leið í skóla og sagði við hana að ég væri að hugsa um að verða listamaður, en ekki prófessor í heimspeki, eins og þau höfðu öll gert ráð fyrir. Mamma horfði á mig og sagði: „Lawrence, það mun særa þig hjartasári.“ Og ég spurði: „Af hverju?“ Og hún svaraði: „List er fyrir ríkt fólk og konur.“ Hádegismat„Ég fer aldrei út í hádegismat. Ég er ekki hrifinn af hádegismat. Ég skil hann ekki. Hann virðist brjóta upp daginn, og hlutirnir sem ég er að gera virðast alltaf taka einhverjar vikur og ef þú ert byrjaður að vinna að einhverju þá viltu halda því áfram. Þannig að ég vinn og vinn og svo fer eitthvað fólk alltaf út í hádegismat og að gera einhverja hluti. Og ég er bara að vinna. Þetta er ekki mjög spennandi.“Menntun„Það er ekkert kjánalegra en mastersgráða í listum. Hvað þýðir það eiginlega? Ég er hrifin af skólum, og að fólk fari í skóla, en hlutverk akademíunnar er að finna svör. Ef þeir finna ekki svör finna þeir lausnir. Inntakið í listum er að spyrja spurninga.“
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp