Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun