Telja koma til geina að kaupa gögn um fólk í skattaskjólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifa 29. september 2014 06:00 Lúxemborg er það skattaskjól sem flest mál Íslendinga virðast fara í gegnum.nordicphotos/afp NORDICPHOTOS/GETTY „Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“ Alþingi Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“
Alþingi Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira