Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 13:03 Linda Heimisdóttir er framkvæmdastjóri Miðeindar. miðeind Miðeind, fyrirtæki sem starfar á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku, kynnti í dag nýja rafræna samheitaorðabók sem er öllum opin og aðgengileg á vefnum Samheiti.is. Í tilkynningu segir að þetta sé markverður áfangi fyrir íslenska tungu, en hingað til hafi aðeins ein samheitaorðabók verið til fyrir íslensku og hún einungis aðgengileg gegn gjaldi. Nýja samheitaorðabókin var unnin með nýstárlegum aðferðum. Gervigreindartækni var nýtt til að finna merkingarblæbrigði íslenskra orða með sjálfvirkum hætti. Verkefnið byggir á traustum grunni þriggja mikilvægra gagnasafna: Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, IceWordNet og Íslensku orðaneti, auk eigin mállíkana Miðeindar. Á Samheiti.is má finna yfir 31 þúsund uppflettiorð með eitt eða fleiri samheiti skráð. Til gamans má geta þess að þau tvö orð sem hafa flest skráð samheiti eru annars vegar rógur og hins vegar uppstökkur með 63 samheiti hvort. „Samheitaorðabók er ómissandi verkfæri fyrir öll sem skrifa á íslensku, hvort sem um er að ræða nemendur, fjölmiðlafólk, rithöfunda eða önnur sem vilja gera mál sitt blæbrigðaríkara og gæða það auknu lífi,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar. „Með opnum aðgangi að þessari nýju samheitaorðabók stígum við skref í þá átt að gera íslenskt mál aðgengilegra og auðugra. Við teljum útgáfuna í aðdraganda Dags íslenskrar tungu vera táknræna fyrir þá stefnu okkar að efla íslenskuna með nútímatækni.“ Verkefnið var unnið með stuðningi bandaríska gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, og er dæmi um hvernig hagnýta má gervigreind á ábyrgan hátt til að efla og styrkja íslenska tungu. Orðabókin verður aðgengileg á vefstaðnum Samheiti.is frá og með fimmtudeginum 14. nóvember og er öllum frjáls til notkunar,“ segir í tilkynningunni. Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Í tilkynningu segir að þetta sé markverður áfangi fyrir íslenska tungu, en hingað til hafi aðeins ein samheitaorðabók verið til fyrir íslensku og hún einungis aðgengileg gegn gjaldi. Nýja samheitaorðabókin var unnin með nýstárlegum aðferðum. Gervigreindartækni var nýtt til að finna merkingarblæbrigði íslenskra orða með sjálfvirkum hætti. Verkefnið byggir á traustum grunni þriggja mikilvægra gagnasafna: Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar, IceWordNet og Íslensku orðaneti, auk eigin mállíkana Miðeindar. Á Samheiti.is má finna yfir 31 þúsund uppflettiorð með eitt eða fleiri samheiti skráð. Til gamans má geta þess að þau tvö orð sem hafa flest skráð samheiti eru annars vegar rógur og hins vegar uppstökkur með 63 samheiti hvort. „Samheitaorðabók er ómissandi verkfæri fyrir öll sem skrifa á íslensku, hvort sem um er að ræða nemendur, fjölmiðlafólk, rithöfunda eða önnur sem vilja gera mál sitt blæbrigðaríkara og gæða það auknu lífi,“ segir Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar. „Með opnum aðgangi að þessari nýju samheitaorðabók stígum við skref í þá átt að gera íslenskt mál aðgengilegra og auðugra. Við teljum útgáfuna í aðdraganda Dags íslenskrar tungu vera táknræna fyrir þá stefnu okkar að efla íslenskuna með nútímatækni.“ Verkefnið var unnið með stuðningi bandaríska gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, og er dæmi um hvernig hagnýta má gervigreind á ábyrgan hátt til að efla og styrkja íslenska tungu. Orðabókin verður aðgengileg á vefstaðnum Samheiti.is frá og með fimmtudeginum 14. nóvember og er öllum frjáls til notkunar,“ segir í tilkynningunni.
Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira