Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2014 07:00 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis „Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati. Þetta snýst ekki um náttúruvernd, og hefur aldrei gert og allra síst núna þegar Vegagerðin hefur lagt fram hugmynd að vegstæði sem raskar náttúrunni afar lítið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Skipulagsstofnun ákvað í gær að fallast ekki á tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigsskóg. Telur Skipulagsstofnun að ný veglína sé of lík þeirri veglínu sem Hæstiréttur sló út af borðinu árið 2009. Með úrskurði Skipulagsstofnunar munu íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að bíða enn um sinn eftir bættum vegasamgöngum.Ný veglína um Teigsskóg er merkt leið Þ-H.Kort/Vegagerðin.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að ekki hafi tekist að leysa málið á þeim langa tíma sem það hefur velkst um í kerfinu. „Hins vegar er Skipulagsstofnun bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir,“ segir Ásdís. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, er afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í gær um að setja vegtengingu um Teigsskóg aftur í bið. Hann vill að tekið verði fram fyrir hendur Skipulagsstofnunar og að Alþingi setji sérlög svo Vegagerðin geti hafist handa við nýjan veg um Teigskóg sem Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir. „Það er í sjálfu sér gott að þetta óralanga ferli embættismannanna sé loksins komið á endastöð. Nú er það einfaldlega pólitísk spurning hvort öryggi íbúanna og framtíð byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum skipti minna máli en 1% af kjarrlendinu sem gengur undir nafninu Teigsskógur,“ segir Þóroddur. Nú sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira