Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir Gylfi Páll Hersir skrifar 11. september 2014 07:00 „Japanir voru reiðubúnir til þess að gefast upp og það var alls ekki nauðsynlegt að ráðast á þá með þessum hræðilega hlut.“ Þessi orð Dwights Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja og síðar forseta Bandaríkjanna um kjarnorkuárásina á Japan, má lesa í Smithsonian-safninu í Washington, en sýning safnsins um árásina olli miklum deilum í landinu þegar hún var sett upp fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinnarnir vildu halda í gömlu, opinberu söguskýringuna. Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt. Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili!Höfnuðu skilmálunum Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað. Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!Ekki lokabombur Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu. Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels. Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
„Japanir voru reiðubúnir til þess að gefast upp og það var alls ekki nauðsynlegt að ráðast á þá með þessum hræðilega hlut.“ Þessi orð Dwights Eisenhower, þáverandi yfirhershöfðingja og síðar forseta Bandaríkjanna um kjarnorkuárásina á Japan, má lesa í Smithsonian-safninu í Washington, en sýning safnsins um árásina olli miklum deilum í landinu þegar hún var sett upp fyrir tæpum 20 árum. Hægrisinnarnir vildu halda í gömlu, opinberu söguskýringuna. Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt. Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili!Höfnuðu skilmálunum Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað. Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!Ekki lokabombur Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu. Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels. Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun