Er íslenskt endilega alltaf best? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. september 2014 07:00 Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun