Að treysta á samlíðan í stað sjónar Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 10:15 "Verkið var rammað inn í stór, rauð og voldug leiktjöld sem minntu helst á konunglegt leikhús,“ segir í dómnum. Blind Spotting var sýnt í Tjarnarbíói á opnun Reykjavík dansfestival Danshöfundur:Margrét Sara Guðjónsdóttir Tónlist:Peter Rehberg Dansarar: Annie Kay Dahlström, Louise Dahl, Catherine Jodoin, Laura Siegmund, Angela Schubot, Suet-Wan Tsang, Marie Ursin, Rodrigo Vilarinho. Opnunarverk Reykjavík dansfestival sem og leiklistarhátíðarinnar LOKAL þetta haustið var verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur, Blind Spotting. Í verkinu býður Margrét Sara áhorfendum upp á upplifunarferðalag með sjónrænu ívafi. Hún er þar að vinna með nálgun í danslistinni sem setur innri upplifun dansarans af tilvist sinni á sviðinu ofar ytra útliti hans. Áhorfendur verða vitni að því hvernig dansararnir, í eins konar hugleiðslu, leita inn í tómið og dvelja þar í sínum eigin heimi en þó fastir í mjög ströngu formi danssmíðinnar. Þegar betur var að gáð sást þó að hver dansari hafði sína sögu að segja sem er meðal annars undirstrikuð í búningum og fasi auk þess sem framsögn þeirra kallaði fram í hugann hjá gagnrýnanda sterkar myndir svo sem frá Helförinni þar sem niðurbrotnir einstaklingarnir liðast um eins og líflausar verur. Verkið var rammað inn í stór, rauð og voldug leiktjöld sem minntu helst á konunglegt leikhús og sköpuðu áhugaverðar andstæður við hversdagslega framsetningu í búningum og hreyfingum. Heildarmyndinni var síðan náð með tónlist Peters Rehberg sem studdi vel við alla vinnu dansaranna og fyllti upp í rýmið. Þessi nálgun í listsköpun kallar á samlíðan áhorfenda með dönsurunum og að þeir fari á sýninguna til að finna fyrir henni frekar en að sjá hana. Hún krefst einnig mikillar einbeitingar af dönsurunum og að rýmið styðji þá í því innra ferðalagi sem danssköpunin kallar á. Hefðbundið svið eins og í Tjarnarbíói studdi lítt við þessa nálgun í listsköpun. Fjarlægðin milli áhorfenda og sýnenda var of mikil, að minnsta kosti fyrir okkur sem sátum ofarlega á svölunum, og hinn svokallaði fjórði veggur of skýr. Dansararnir virtust ekki alltaf ná að halda einbeitingu sinni svo brestur kom í álögin sem þeir annars settu á áhorfendur. Viðbrögð áhorfenda við verkinu voru enda blendin en í flestum tilfellum sterk. Margir voru djúpt snortnir á meðan öðrum fannst verkið innihaldslaust rusl. Hvað undirritaða varðar þá vakti verkið tvær ólíkar tilfinningar. Annars vegar pirring yfir því að þurfa að horfa á dansara hverfa inn í sitt eigið tóm uppi á sviði í staðinn fyrir að vera boðið að vera með í þess konar vinnu. Hins vegar heillaðist ég af sögunum sem birtust fyrir framan mig og lifði mig inn í tómleikann og vanmáttinn sem birtist í hreyfingum/hreyfingarleysi dansaranna. Sesselja G. MagnúsdóttirNiðurstaða:Áhugavert verk sem krefst réttra aðstæðna og ólíkrar nálgunar áhorfenda að „listáhorfi“. Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Blind Spotting var sýnt í Tjarnarbíói á opnun Reykjavík dansfestival Danshöfundur:Margrét Sara Guðjónsdóttir Tónlist:Peter Rehberg Dansarar: Annie Kay Dahlström, Louise Dahl, Catherine Jodoin, Laura Siegmund, Angela Schubot, Suet-Wan Tsang, Marie Ursin, Rodrigo Vilarinho. Opnunarverk Reykjavík dansfestival sem og leiklistarhátíðarinnar LOKAL þetta haustið var verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur, Blind Spotting. Í verkinu býður Margrét Sara áhorfendum upp á upplifunarferðalag með sjónrænu ívafi. Hún er þar að vinna með nálgun í danslistinni sem setur innri upplifun dansarans af tilvist sinni á sviðinu ofar ytra útliti hans. Áhorfendur verða vitni að því hvernig dansararnir, í eins konar hugleiðslu, leita inn í tómið og dvelja þar í sínum eigin heimi en þó fastir í mjög ströngu formi danssmíðinnar. Þegar betur var að gáð sást þó að hver dansari hafði sína sögu að segja sem er meðal annars undirstrikuð í búningum og fasi auk þess sem framsögn þeirra kallaði fram í hugann hjá gagnrýnanda sterkar myndir svo sem frá Helförinni þar sem niðurbrotnir einstaklingarnir liðast um eins og líflausar verur. Verkið var rammað inn í stór, rauð og voldug leiktjöld sem minntu helst á konunglegt leikhús og sköpuðu áhugaverðar andstæður við hversdagslega framsetningu í búningum og hreyfingum. Heildarmyndinni var síðan náð með tónlist Peters Rehberg sem studdi vel við alla vinnu dansaranna og fyllti upp í rýmið. Þessi nálgun í listsköpun kallar á samlíðan áhorfenda með dönsurunum og að þeir fari á sýninguna til að finna fyrir henni frekar en að sjá hana. Hún krefst einnig mikillar einbeitingar af dönsurunum og að rýmið styðji þá í því innra ferðalagi sem danssköpunin kallar á. Hefðbundið svið eins og í Tjarnarbíói studdi lítt við þessa nálgun í listsköpun. Fjarlægðin milli áhorfenda og sýnenda var of mikil, að minnsta kosti fyrir okkur sem sátum ofarlega á svölunum, og hinn svokallaði fjórði veggur of skýr. Dansararnir virtust ekki alltaf ná að halda einbeitingu sinni svo brestur kom í álögin sem þeir annars settu á áhorfendur. Viðbrögð áhorfenda við verkinu voru enda blendin en í flestum tilfellum sterk. Margir voru djúpt snortnir á meðan öðrum fannst verkið innihaldslaust rusl. Hvað undirritaða varðar þá vakti verkið tvær ólíkar tilfinningar. Annars vegar pirring yfir því að þurfa að horfa á dansara hverfa inn í sitt eigið tóm uppi á sviði í staðinn fyrir að vera boðið að vera með í þess konar vinnu. Hins vegar heillaðist ég af sögunum sem birtust fyrir framan mig og lifði mig inn í tómleikann og vanmáttinn sem birtist í hreyfingum/hreyfingarleysi dansaranna. Sesselja G. MagnúsdóttirNiðurstaða:Áhugavert verk sem krefst réttra aðstæðna og ólíkrar nálgunar áhorfenda að „listáhorfi“.
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira