„Tilfinningakokteill“ einkennir líðan íbúanna Svavar Hávarðsson skrifar 23. ágúst 2014 00:01 Bannsvæði smalað. Mývetningar smöluðu fé sínu á fimmtudag og ætla aftur í dag. mynd/anton Marinó „Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“ Bárðarbunga Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
„Það er allur gangur á því. Flestir eru yfirvegaðir en einhverjir eru smeykir. Þetta er tilfinningakokteill,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurður um hvaða augum íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum líti jarðhræringarnar í Vatnajökli. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar héldu fundi með íbúum vegna jarðhræringa alla síðustu viku, þar á meðal á Húsavík, í Öxarfirði og á Egilsstöðum. Ekkert er látið mæta afgangi, og héldu fulltrúar Almannavarna fjarfund með kollegum sínum á Norðurlöndunum í gær. Svavar segir að á fundi með íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi hafi verið farið í gegnum rýmingaráætlanir til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu ef til eldsumbrota og flóðs í Jökulsá kemur. Allir séu meðvitaðir um þær hættur sem slíku geta fylgt, bæði fyrir íbúa á svæðinu og gesti.Svavar Pálsson.Á meðal fjölmargra aðila sem sátu fundinn talaði fulltrúi frá samráðshópi um áfallahjálp sem gaf góð ráð. Á fundinum var húsfyllir og ekki staðið upp fyrr en allir höfðu fengið svör við sínum spurningum. Auk lokana á hálendinu eru áþreifanlegustu aðgerðir sem gripið hefur verið til, að bændur huga að því að smala fé mun fyrr en annars hefði verið. „Hér á hálendinu sunnan þjóðvegar hafa bændur þegar farið til að smala. Það hafa þeir gert eftir samráð við okkur og upplýst um ferðatilhögun sína og fjarskipti. Fjallskil eru hér mjög svæðaskipt, hver siðurinn í sinni sveit. En ég heyri af fleiri og fleiri svæðum að menn ætla frekar að sækja sitt fé á meðan þeir geta, enda vitað af góðu veðri næstu dagana,“ segir Svavar. „Menn virðast síður ætla að smala í óvissu um náttúruvá samhliða óblíðu veðri. Áhættan er lágmörkuð með því að gera þetta fyrr en síðar.“
Bárðarbunga Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira