Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2014 09:18 Eldfjallið Bárðarbunga séð úr suðri í gærmorgun, eldvirka svæðið í baksýn þar sem sjá má Dyngjujökul og Trölladyngju. mynd/ómar ragnarsson Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864. Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira