Takk fyrir stuðninginn Haraldur Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2014 08:00 Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Um miðjan desember á síðasta ári stefndi í dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), benti þá á að fataverslun hafði dregist töluvert saman. Hann sagði mikilvægt að stjórnvöld sköpuðu hér samkeppnishæf skilyrði og næðu viðskiptunum heim. Í viðtali í fréttum RÚV nefndi hann þrjár ástæður fyrir samdrættinum; háa tolla, verslunarferðir Íslendinga til útlanda og aukna netverslun við útlönd. Ekki voru allir verslunareigendur sáttir við þessar útskýringar. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, kaupmaður í Sports Direct, skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann tengdi samdráttinn við þá skoðun sína að íslensk verslun sé óhagkvæm. Hún hefur að hans mati offjárfest í verslunarhúsnæði og keypt vörur inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið. Því hafi hún ekki brugðist við breyttum tímum og náð að lækka verð. Það er auðvitað hárrétt að fjölmargar íslenskar verslanir þurfa að nýta betur öll möguleg úrræði til að lækka vöruverð. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei þurft að kaupa hér barnavörur í stórum stíl eða varahluti í bíla. Dæmin eru fleiri en þetta á auðvitað ekki við um allar verslanir. Einnig er það rétt að ekki má horfa fram hjá mikilvægi hagstæðs tollaumhverfis. En það er mikilvægt að kaupmenn velji réttu leiðirnar í baráttunni við aukna samkeppni frá netverslunum eins og AliExpress og verslunarferðum til London. Þá gengur ekki að grípa einungis til þess ráðs að biðja íslenska neytendur vinsamlegast um að „styðja íslenska verslun“ í von um að ná þannig viðskiptum með vissar vörur heim. Auglýsingar sem byggjast á því einu eru líklegri til að minna okkur á það þegar við kaupum klósettrúllur og kíló af lakkrís á uppsprengdu verði af litlum frændum og frænkum sem eru að safna fyrir skíðaferðum til Akureyrar eða jólakort af Barnaspítala Hringsins. Sumir verslunareigendur í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur, hafa límt rauða hjartalaga límmiða á glugga sína þar sem viðskiptavinum er þakkaður stuðningurinn. Erlendir ferðamenn sem eru vanir viðskiptum þar sem eigendur verslana og neytendur styðja hvorir aðra hljóta að reka upp stór augu þegar þeir sjá límmiðana og slá textann inn á Google Translate. Þeir hljóta að undra sig á því af hverju dýrmætt gluggapláss er notað í annað en að auglýsa hagstætt verð og góðar vörur.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 13. ágúst 2014.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun