Íslensk verslun biður um „bailout“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV mánudagskvöldið 16. desember bar framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sig aumlega vegna dræmrar jólasölu á fatnaði. Taldi hann þrjár ástæður fyrir samdrætti í fatasölu: Verslunarferðir Íslendinga til útlanda, ofurtolla og aukna netverslun við útlönd. Þegar íslenskir neytendur hlusta á slík harmakvein er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:Tollar og vörugjöld á fatnaði hafa nánast ekkert breyst undanfarin ár og eru á milli 10-15% á innfluttum fatnaði frá ríkjum sem eru utan EES og eru ekki með fríverslunarsamning við Ísland. Virðisaukaskattur hefur hækkað um eitt prósentustig frá 2008 – það er 1 krónu hækkun á hverjar 100 krónur. Þegar vörur eru pantaðar af netinu þarf að borga sendingarkostnað, tolla og íslenskan virðisaukaskatt eins og dæmið hér fyrir neðan sýnir. 10.000 króna vara pöntuð frá Kína1.000 króna sendingarkostnaður15% tollur: 2.650 krónur25,5% virðisaukaskattur: 3.226 krónur Verð komið heim: 15.876 krónur Að kenna verslunarferðum til útlanda um minni jólasölu er frekar langsótt. Íslendingar hafa alltaf verið öflugir í verslunarferðum og ekki kvörtuðu kaupmenn fyrir hrun, þegar dollarinn var á 60 krónur. Vissulega eru vörugjöld og virðisaukaskattur há á Íslandi, en öll verslun býr við sama veruleika, sama hvort varan er keypt í Lindum eða á Amazon.com eins og ofangreint dæmi sýnir og því myndi lækkun á vörugjöldum og tollum ekkert nýtast íslenskum kaupmönnum umfram erlenda netkaupmenn. Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda. Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun