Hommar og íslensk þjóðarsál Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sveinn Arnarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun