Obama, stöðvaðu blóðbaðið á Gasa! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa. Heldur er það líka neitunarvald Bandaríkjanna sem hefur verið notað aftur og aftur til að hindra Sameinuðu þjóðirnar í að gegna skyldu sinni, veita Palestínumönnum vernd, binda enda á ólöglegt hernám og grípa inn í hernað Ísraels með afgerandi hætti. Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir vopnahléi á svæðinu en allar hans ræður, á meðan heimurinn horfir á fjöldamorðin í beinni útsendingu, byrja á yfirlýsingu um óhagganlegan stuðning við Ísrael og rétt þess til að verja sig. Fjöldi drepinna af Ísraelsher er kominn yfir 1.300 manns, þar af eru yfir 90% óbreyttir borgarar, ekki síst konur og börn. Yfir sjö þúsund manns liggja slasaðir, margir alvarlega og varanlega örkumla. Umsátrið, sem felur í sér algera innilokun 1,8 milljóna manns á örlitlu svæði, gerir afleiðingarnar ólýsanlega erfiðar. Ísraelsher sprengdi aðalraforkuverið í loft upp og olíutankarnir þar standa í björtu báli. Það mun taka ár að gera þar við og koma því aftur í notkun. Hreint vatn er ekki fáanlegt, skólpinu er ekki hægt að dæla frá án rafmagns, matvælin skortir, lyf og lækningatæki. Þetta er ekkert annað en hryðjuverk. Eldflauga- og sprengjuregnið heldur áfram. Nú eru það sjúkrahús og skólar Flóttamannahjálpar SÞ, UNRWA, sem verða fyrir sprengjum Ísraels, þar sem fólk hefur leitað skjóls. Samkvæmt SÞ eru 215 þúsund manns á flótta innan Gasa, en hafa í engan öruggan stað að flýja. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta deginum lengur. Bandaríkjastjórn verður að hætta að tala tungum tveimur og taka í hnakkadrambið á Netanyahu og herforingjum hans. Hingað og ekki lengra. Afléttið umsátrinu um Gasa og stöðvið fjöldamorðin strax. Þetta verða kröfur dagsins við sendiráð Bandaríkjanna í dag kl. 17, hér í Reykjavík og um allan heim.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar