Birting í New Yorker ætti að opna dyr Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:00 Andri Már Hagalín. "Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis.“ Vísir/GVA Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira