Þróunarsamvinna sem skilar árangri Stefán Jón Hafstein skrifar 28. júlí 2014 07:00 Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ný óháð úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu í sjávarútvegsmálum sýnir mikilvægan árangur. Framlag Íslands á nær 20 ára tímabili skilaði markverðum skrefum í þá átt að aðstoða hið nýfrjálsa ríki við að taka við stjórn á auðlindum undan ströndum sínum og byggja upp sjávarútveg innanlands. Namibía varð síðasta nýlendan í Afríku til að fá sjálfstæði árið 1990. Stuðningur Íslands hófst þá þegar og tók einkum til rannsókna á fiskistofnum og að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun, byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn til að skapa atvinnutækifæri í fiskveiðum og efla innlendar stofnanir til að skipuleggja veiðar með hagkvæmum hætti. Í megindráttum tókst að byggja upp getu innan Namibíu til að stjórna og njóta arðs af auðlindum í hafi. Úttektina gerði Sigurður Bogason, ráðgjafi hjá Markmar.1,6 milljarðar á 20 árum Þróunarframlög Íslands til þessara verkefna frá 1990-2010 námu í heild rúmlega 14,7 milljónum dollara. Á núverandi gengi er það rúmlega 1,6 milljarðar króna, eða um 80 milljónir króna að meðaltali á ári. Af heildarfjárhæðinni runnu 42% til að byggja upp sjómannaskóla fyrir heimamenn og skapa þeim atvinnutækifæri. 34% runnu til hafrannsókna, meðal annars að koma á laggirnar hafrannsóknastofnun. Aðrir liðir voru smærri í sniðum, en þar af má nefna tæknilega ráðgjöf við sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem leiddi til aflaskráningar og fisveiðistjórnunarkerfis. Í skýrslunni kemst ráðgjafinn að því að í heild hafi samvinnan verið „mjög árangursrík“ og líkir uppbyggingu atvinnugreinarinnar við „kraftaverk“.Sjálfbær ávinningur Þessi meginatriði koma fram í skýrslunni:Það ætlunarverk að byggja upp og koma sjávarútveginum í hendur heimamanna var árangursríkt og stenst til frambúðar.lFramlag Íslands varð meðal annars til þess að geta heimamanna í sjávarútvegi óx hratt og framkvæmd færðist yfir í hendur heimamanna í eðlilegum áföngum.Leiðsögn frá Íslendingum til Namibíumanna sem urðu kennarar í sjómannaskólanum varð til þess að þeir gátu smátt og smátt tekið við allri kennslu sjálfir.Uppbygging innan hafrannsóknastofnunarinnar og í sjávarútvegsráðuneytinu kom á mikilvægum tíma og lagði grunn að frekari árangri.lAðstoð við Namibíu til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi var mikilsverð.Hröð uppbygging á namibískum fiskveiðigeira var einn af hornsteinum fyrir hið nýfrjálsa ríki og þróun efnahagslífs. Fiskveiðar og sjávarútvegur í Namibíu skipta miklu máli í hagkerfinu með þeim ásetningi að stunda sjálfbærar veiðar.Lærdómar af úttektinni Skýrsluhöfundur telur að árangur hafi almennt verið góður en nefnir nokkur atriði sem vanti upp á. Dæmi er tekið af alþjóðlegri gæðavottun fyrir sjómannaskólann sem enn skorti, en skipti máli fyrir framtíðarmöguleika. Hvatt er til þess að namibísk yfirvöld taki á. Þá er nefndur sá algengi vankantur í þróunarlöndum að skortur er á menntuðum starfsmönnum. Einnig kemur fram að ákveðnar tæknilausnir, sem eru lítill hluti heildarframlaga, hafi ekki virkað sem skyldi. Niðurstaðan bendir hins vegar ótvírætt til þess að í heildina tekið hafi Namibía náð góðum tökum á atvinnugrein og auðlindanýtingu þar sem lítil sem engin þekking var til staðar við sjálfstæði.Réttur tími og samhengi Nokkrir ólíkir verkefnaþættir stuðluðu saman að því að í Namibíu óx þekking og geta til að reka sjálfbæran sjávarútveg. Sjávarútvegur landsins er efnahagslega mikilvægur, aðstoðin kom á réttum tíma fyrir Namibíu og þekking var til staðar á Íslandi til að veita hana þegar eftir var leitað. Skýrslan liggur nú fyrir á vef Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: iceida.is.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun