Það þarf að verða til heimshreyfing Svavar Gestsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun