Tryggingarnar ná ekki yfir allt Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2014 00:01 Lúðvík Eiðsson, fulltrúi tæknideildar lögreglunnar, sést hér við upphaf rannsóknar í gær. Hann segir of snemmt að segja til um tildrög eldsvoðans. Fréttablaðið/Arnþór Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira