„Það er svo gott að búa í Kópavogi“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 „Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar