Græjustríð nútímaforeldris Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2014 13:00 Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar