Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Brjánn Jónasson skrifar 24. júní 2014 06:45 Ferðamenn jafnt sem heimamenn geta búist við að þurfa að greiða 600 krónur fyrir að heimsækja fjöruna á Stokksnesi. Mynd/Runólfur Hauksson Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Falli landeigandinn á Stokksnesi ekki frá nýtilkominni gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um landareign hans mun Landhelgisgæsla Íslands (LHG) krefjast lögbanns á gjaldheimtuna, segir Georg Lárusson, forstjóri stofnunarinnar. Landeigandinn lokaði um helgina veginum fyrir óviðkomandi umferð, og rukkar þá sem aka um hann um 600 krónur. Landareign hans liggur sunnan við Þjóðveg 1. Á henni er Stokksnes, þar sem Atlantshafsbandalagið reisti og rak ratsjárstöð. Nú hefur LHG tekið við rekstri stöðvarinnar, og leigir því hluta landsins undir starfsemina.Georg LárussonGeorg segir landeigandann ekkert samráð hafa haft við Gæsluna um að loka veginum, sem liggur meðal annars að ratsjárstöðinni. Vegurinn liggur líka nálægt fjöru sem hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir bæði ferðamenn og fjölskyldufólk frá Höfn í Hornafirði, sem liggur um fimm kílómetrum vestar. „Við erum algerlega á móti þessu, þetta kemur ekki til greina,“ segir Georg. „Hann er búinn að leigja okkur landið og ef hann lætur ekki af þessu strax verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Hann segir ekki koma til greina að heimila landeigandanum að rukka fyrir aðgang að landi sem ríkið leigi fyrir verulega upphæð. Hann segir að svæðið sem LHG leigi sé miklu stærra en sá hluti sem liggur innan girðingar í kringum ratsjárstöðina sjálfa.Eigandinn ósáttur við ríkið „Það er tvennt í þessu, gera þetta eða loka veginum,“ segir Ómar Antonsson, eigandi jarðarinnar. Hann segir að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í viðhaldi vegarins og því sé ekkert annað að gera fyrir sig en að taka upp gjald fyrir ferðamenn. „Ég er ekki að taka gjald fyrir það sem ég ætla að gera í framtíðinni, ég er búinn að byggja upp þjónustuna,“ segir Ómar. Hann rekur kaffihúsið Viking Café, sem er um kílómetra frá fjörunni. Hann segist hafa boðið upp á salernisþjónustu síðustu fjögur ár án þess að rukka krónu fyrir. Ómar segir talningu sýna að 10 þúsund bílar fari um veginn á hverju ári. Talsverður hluti af því séu rútur. Út frá því megi áætla að um 40 þúsund manns fari um svæðið á hverju ári.Ekki í slag við fólk „Ef menn eru í voðalegri fýlu þá verða menn bara að vera það,“ segir Ómar. Hann segir þó engan í slag við fólk, það komi einfaldlega inn, greiði sitt gjald og geti svo gengið um svæðið að vild. Hann segir að hingað til hafi enginn amast við gjaldinu, ferðamenn hafi greitt með glöðu geði. Ómar segist hafa reynt að fá Landhelgisgæsluna til að taka þátt í kostnaði við viðhald vegarins, en þar á bæ hafi menn bent á Vegagerðina. Vegagerðin hafi hins vegar ekki viljað greiða neitt. Georg segir að Landhelgisgæslan geti ekki amast við því að landeigandinn setji upp hlið fyrir neðan afleggjarann að ratsjárstöðinni, og selji aðgang á þann hluta landsins sem gæslan leigi ekki. „Málið er einfalt, hann hefur ekki heimild til að selja inn á það svæði sem við leigjum,“ segir Georg. Hann segir þá staði sem ferðamenn sæki mest í innan svæðisins sem ríkið sé með á leigu, og því hafi landeigandinn ekki mikið eftir til að selja.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira